Fjarðabyggð og Gámafélagið ræða um framtíð sorphirðu

Fjarðabyggð og Íslenska gámafélagið eiga enn í viðræðum um framtíðarfyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélagið. Ljóst er að hún mun taka töluverðum breytingum um áramótin.

Bæjarráð Fjarðabyggðar ákvað í sumar að endurnýja ekki samninga við Íslenska gámafélagið og Terra sem renna út um næstu áramót. Ákvörðunin var hluti af heildarendurskoðun á fyrirkomulagi sorphirðu í sveitarfélaginu.

Eftir því sem Austurfrétt kemst næst hyggst sveitarfélagið að sér hluta sorphirðunnar sjálft. Í bókun frá í sumar segir þó að samhliða því verði skoðað hagræði af því að hluta rekstrarins verði útvistað.

Jón Þórir Frantzson, framkvæmdastjóri Íslenska Gámafélagsins, segir að sveitarfélagið hafi tilkynnt fyrirtækinu um að núverandi sorphirðusamningur yrði ekki endurnýjaður í núverandi mynd. Viðræður standi hins vegar yfir um lausn til framtíðar.

„Fjarðabyggð er að skipuleggja sína nálgun í sorphirðumálum. Við erum í viðræðum við sveitarfélagið um framtíðarfyrirkomulag sorphirðumála og höfum komið með tillögu um hvernig við teljum þessu best fyrir komið. Við verðum með einhverja þjónustu áfram,“ segir hann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.