Orkumálinn 2024

Enginn úr áhöfn Gullvers með Covid-veiruna

Enginn skipverja Gullvers NS er með Covid-19 veiruna. Þeir voru allir skimaðir eftir komuna til Seyðisfjarðar í gærkvöldi eftir að fimm þeirra höfðu sýnt einkenni.

Lesa meira

Heita því að vinna að jafnréttismálum af heilum hug

Aðeins ein kona verður í meirihluta fyrstu sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Oddviti Sjálfstæðisflokks kveðst fagna umræðunni um jafnréttismál.

Lesa meira

Meirihlutasamkomulag undirritað rafrænt

Um sjötíu kílómetrar í loftlínu skildu að oddvita Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er þeir undirrituðu samkomulag um samstarf flokkanna í meirihluta í nýju sveitarfélagi á Austurlandi í dag. Uppbygging nýs leikskóla á Egilsstöðum er meðal þeirra verkefna sem meirihlutinn hyggist ýta úr vör á kjörtímabilinu.

Lesa meira

50 káetum bætt við Norrænu

Ferjan Norræna, sem siglir til Seyðisfjarðar, mun ekki verða í siglingum frá jólum fram í byrjun mars. Miklar endurbætur eru framundan á ferjunni en heilli hæð verður bætt ofan á hana.

Lesa meira

Umferðarslysum fækkar áfram á Austurlandi

Skráð umferðarslys á Austurlandi eru einu færra fyrstu níu mánuði ársins en þau voru á sama tíma árið 2019. Skráð slys eru 20 en voru 21 í fyrra.

 

Lesa meira

Hafnar að Framsókn fari halloka í samstarfi

Oddviti Framsóknarflokks hafnar því að framboðið beri skarðan hlut frá borði þrátt fyrir að vera aðeins með formennsku í einn af fjórum fastanefndum samkvæmt meirihlutasamkomulagi flokksins við Sjálfstæðisflokkinn í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.

Lesa meira

Sjálfstæðisflokkur fær forseta bæjarstjórnar og formann byggðaráðs

Nýr málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerir ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái bæði forseta bæjarstjórnar og formann byggðaráðs í Múlaþingi. Framsóknarflokkur fær aftur á móti formennsku í nýju umhverfis- og framkvæmdaráði. Björn Ingimarsson verður áfram bæjarstjóri.

Lesa meira

Miklir erfiðleikar steðja að Tækniminjasafninu

Fram kemur í nýlegri fundargerð menningarnefndar Seyðisfjarðar að miklir erfiðleikar steðja nú að Tækniminjasafni bæjarins. „Er ljóst að fara þarf í mikla fjáröflunar- og skipulagsvinnu varðandi rekstur og faglega starfsemi safnsins,“ segir m.a. í fundargerðinni.

Lesa meira

Eitt af fyrstu stóru verkunum að endurmeta fjárhagsstöðuna

Útlit er fyrir 320 milljónir vanti upp á áætlaðar tekjur Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem eftir helgi sameinast í nýtt sveitarfélag. Oddvitar nýmyndaðs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segja sveitarfélagið hafa burði til að standa þetta högg af sér en þó verði að fara yfir allar áætlanir.

Lesa meira

Aflaverðmæti Hoffells er komið yfir milljarð króna

Það hefur gengið vel hjá Hoffellinu það sem af er ári. Aflaverðmæti er komið yfir einn milljarð króna sem verður að teljast afar góður árangur. Sér í lagi í ljósi þess að engin loðnuveiði var s.l vetur,

Lesa meira

Mikil úrkoma í kortunum á Austfjörðum

Gul veðurviðvörun er áfram í gildi á Austfjörðum en spáð er mjög mikilli úrkomu þar í dag. Á kortinu sem fylgir með þessari frétt má sjá stöðuna eins og hún er talin verða um fjögurleytið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.