Laxar fá aukna heimild til framleiðslu í Reyðarfirði

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi til fiskeldisfyrirtækisins Laxa um eldi á allt að 16 þúsund tonnum af fiski í Reyðarfirði. Fyrirtækið hefur í dag leyfi fyrir sex þúsund tonna eldi þar.

Nýja leyfið er fyrir tíu þúsund tonna lífmassa. Með því bætast við fjögur ný eldissvæði sem eru utar í firðinum en núverandi starfsemi. Svæðunum er skipt í þrennt og er gert ráð fyrir að aðeins sé eldi á tveimur þeirra í einu en eitt sé hvílt þriðja hvert ár.

Svæðinu Rifsker og Kolmúli eru talin saman en síðan er annars vegar um að ræða eldi við Vattarnes, hins vegar Hafranes. Leyfin gilda fram í mars 2036.

Laxar fengu upphaflega leyfi til eldis í Reyðarfirði árið 2012 en starfsemi hófst ekki þar fyrr en sumarið 2017.

Leyfið nú byggir á endurskoðuðu áhættumati Hafrannsóknastofnunar frá í vor þar sem talið var óhætt að ala allt að 15 þúsund tonn samanlagt í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Athugasemdir voru gerðar við útgáfu starfsleyfisins þegar það var auglýst í sumar, meðal annars um að á því væri fjöldi annmarka auk þess sem vald stofnunarinnar var véfengt. Því hafnar stofnuni í greinargerð með starfsleyfinu.

Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar var sagt að framleiðslan í dag væru 3.000 tonn og viðbótin 7.000 tonn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar