Nýkjörin bæjarstjórn Fjarðabyggðar á fyrsta fundi

Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að afloknum sveitarstjórnarkosningum 29. maí síðasliðinn var haldinn í Steinasafni Petru á Stöðvarfirði í dag mánudag 21. júní  klukkan 16:00. 

Lesa meira

Fellabakarí bakar eins og ekkert hafi í skorist

Starfsemi Fellabakaríis er komin í gang aftur eftir brunann sem þar varð fyrir rúmum hálfum mánuði.  Framleiðslustoppið vegna brunans varð aðeins rúm vika.

Lesa meira

Björgunarbáturinn Hafdís á Fáskrúðsfirði í útkall

Í dag fór björgunarbáturinn Hafdís í sitt þriðja útkall á tveimur vikum. Klukkan 13:15 höfðu skipverjar á Eddu SU 253 samband við björgunarsveitina Geisla en þá var báturinn vélarvana úti fyrir Nýja Boða.

Lesa meira

Gamli sveitarstjórinn neitaði að afhenda lyklana - Myndband

Nýr sveitarstjóri Djúpavogshrepps, Gauti Jóhannesson, tók við lyklavöldum af Birni Hafþóri Guðmundssyni í Ráðhúsi Djúpavogs þriðjudaginn 15. júní síðastliðinn. Það varð honum þrautin þyngri því gamli sveitarstjórinn harðneitaði að láta eftir lyklana, eins og sjá má í eftirfarandi myndbandi.

Lesa meira

,,Umhverfisslys" á Norðfirði

Segja má að málning á nýmáluðu þaki áhaldahúss Fjarðabyggðar á Norðfirði hafi flotið á haf út í dag. Verktaki hafði nýhafið að sprauta þakið þegar aftaka vatnsveður gerði sem þvoði alla blauta málningu af þakinu.

Lesa meira

Fljótsdalshérað auglýsir eftir bæjarstjóra

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað auglýsir í Morgunblaðinu í dag, stöðu Bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 24. júní næstkomandi.

Lesa meira

Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjastjórnar á Seyðisfirði

Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar á Seyðisfirði þriðjudaginn 15. júní var kjörið í embætti nefndir og ráð, auk þess sem kynnt var yfirlýsing um meirihlutasamstarf og málefnasamning nýs meirihluta.

Lesa meira

Sláttur byrjaður í Fljótsdal

Bændurnir á Brekku í Fljótsdal, Hallgrímur Þórhallsson og Anna Bryndís Tryggvadóttir  hafa hafið slátt, bæði heima á Brekku og á Skriðuklaustri.

Lesa meira

Austurglugginn auglýsir eftir ritstjóra

Héraðsfréttablaðið Austurglugginn auglýsir eftir ritstjóra í Morgunblaðinu í dag.  Steinunn Ásmundsdóttir núverandi ritstjóri mun samkvæmt því hætta á blaðinu 1. september næstkomandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar