Orkumálinn 2024

Ekkert sem bendir til sóttvarnabrots

Lögreglan á Austurlandi hefur ekki fundið neinar upplýsingar sem benda til þess einstaklingur hafi rofið einangrun og brotið sóttvarnalög í Neskaupstað í dag. Rannsókn málsins er lokið.

Ákveðið var að loka þjónustumiðstöð Olís í Neskaupstað um kvöldmatarleytið í kvöld meðan ábendingar sem lögreglu bárust um að einstaklingur, sem átti að vera í einangrun vegna Covid-19 smits hefði komið inn á stöðina í dag, voru rannsakaðar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust engar sannanir fyrir fullyrðingunum. Í kvöld var bæði rætt við fólk sem var á staðnum og skoðaðar upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Málinu er því lokið af hálfu lögreglu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.