Borgarfjörður aðeins með 15 tonna byggðakvóta

Borgarfjörður eystri fékk aðeins úthlutað 15 tonna almennum byggðakvóta. Hefur þessi kvóti minnkað ár frá ári á undanförnum árum, að því er segir í fundargerð frá síðasta fundi heimastjórnar Borgarfjarðar eystri.

Heimastjórn leggur til að þau fáu tonn sem Borgarfjörður fékk úthlutað af almennum byggðakvóta verði úthlutað af Fiskistofu skv. gildandi reglum líkt og verið hefur.

„Borgarfjörður hefur hingað til ekki fengið úthlutað sértækum byggðakvóta frá Byggðastofnun og almenni byggðakvótinn til staðarins hefur minnkað ár frá ári og er nú 15 tonn,“ segir í fundargerðinni.

„Heimastjórn gagnrýnir að þrátt fyrir að falla undir viðmið Byggðastofnunar til að taka þátt í verkefninu Brothættar byggðir virðist Borgarfjörður ekki falla undir viðmið sömu stofnunar við úthlutun Byggðakvóta.

Heimastjórn hefur áhyggjur af framtíð útgerðar á staðnum og til að styðja við greinina felur hún sveitarstjóra í samráði við formann heimastjórnar að senda beiðni um samstarf um aflaheimildir úr þeim potti sem Byggðastofnun hefur með að gera.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.