Orkumálinn 2024

Loðna fannst norðan Íslands allt að Langanesdýpi

Loðna fannst með landgrunnskantinum norðan Íslands allt austur að Langanesdýpi. Ekkert var að sjá á grunnum né með kantinum austan lands. Að megninu til fékkst hrygningarloðna í togsýnum. Niðurstöður mælinganna munu liggja fyrir í vikunni.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun. Fyrir helgina lauk leiðangri fimm skipa með það að markmiði að mæla stærð hrygningarstofns loðnu.

„Hafís vestan við land hafði veruleg áhrif á mælinguna. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var vestast og kom ísinn alveg í veg fyrir mælingar við og utan við landgrunnsbrúnina á Vestfjarðamiðum. Þar varð vart við loðnu í desember.“ segir í tilkynningunni. „Eins lenti Bjarni Sæmundsson í ís norður af Vestfjörðum. Að öðru leyti voru aðstæður til mælinga með ágætum.“

Fram kemur að fyrirhugað er að endurtaka mælingar og þá helst þegar hagstæðar aðstæður verða m.t.t. hafíss og veðurs. Rannsóknaskipin verða tilbúin í verkefnið en ekki hefur verið ákveðið hvernig þátttöku annara skipa verður háttað. Miðað við veðurspár og núverandi útbreiðslu hafíss verða góðar aðstæður til mælinga í fyrsta lagi seinni part vikunnar.

Mynd: Aðalsteinn Jónsson SU var eitt af skipunum fimm sem leituðu að loðnu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.