Ekki stórvægilegt tjón á Seyðisfirði

„Miðað við óveðrið má segja að Seyðisfjörður hafi sloppið vel. Það varð að vísu foktjón í stöku tilvikum en það var ekki stórvægilegt,“ segir Jens Hilmarsson vettvangsstjóri á Seyðisfirði.

Helstu truflanir á Seyðisfirði urðu vegna ólags á hitaveitunni og var fólk beðið um að spara heita vatnið um helgina. Þær truflanir eru hinsvegar ekki raktar til óveðursins heldur aurskriðanna sem féllu á bæin fyrir jólin.

Jens segir að þeir hafi undirbúið sig vel fyrir óveðrið. „Við nýttum föstudaginn til að fokverja og ganga frá lausum munum eins vel og við gátum,“ segir Jens. „Þær forvarnir hafa ugglaust komið í veg fyrir að tjónið er ekki mikið.“

Fram kemur í máli Jens að hreinsunarstarfið á Seyðisfirði hafi hafist aftur í morgun á fullum dampi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.