Breytingar á miðju kjörtímabili

Þau tíðindi urðu í vikunni að Karl Óttar Pétursson baðst lausnar frá störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Ýmsar kenningar hafa heyrst um ástæður starfslokanna, enda er þetta eitthvað sem ekki hefur áður gerst í sögu hins sameinaða sveitarfélags okkar.

Lesa meira

Ástin og lífið á tímum „kófsins“

Síðustu mánuðir hafa verið mjög streituvaldandi. Ýmsar raskanir hafa orðið á daglegu lífi og fyrirætlunum fólks og talsverð óvissa er framundan. Við þessar aðstæður reynir meira á náin sambönd fólks en áður og var álagið þó talsvert fyrir. Um 40% hjónabanda á Íslandi enda með skilnaði, sem segir meira en mörg orð um það hversu snúið getur reynst að láta hjónabönd ganga upp. Hugmyndir samtímans um hjónabandið eru hluti af vandanum, sem (með smá slettu af kaldhæðni) eru sirka þessar:

Lesa meira

Opið bréf til nágranna minna

Kæru nágrannar.

Til hamingju með nýja sveitarfélagið, sveitarfélagið sem umlykur mitt sveitarfélag Fjarðabyggð þannig að ég kemst ekki að heiman án þess að koma við hjá ykkur. En fyrst og fremst til hamingju með að hafa skýran og góðan valkost þegar þið gangið til kosninga á laugardaginn.

Lesa meira

Amerískt – látum það ganga!

„Þegar þú verslar hér heima skilar það sér aftur til þín. Þú styður við framleiðslu, ferskleika, úrval og gæði. Þannig skapast verðmæti og ný störf, samfélaginu til góða.“ Þannig hljóma skilaboð til Íslendinga í markaðsherferð sem nú er í gangi undir kjörorðinu „Ísland – Láttu það ganga.“

Lesa meira

Hleypum að fólki sem þorir

Nú þegar aðeins dagur er í kosningar og allt á suðupunkti er vert að stoppa, anda inn og hugleiða stöðuna.

Lesa meira

Vantar eitthvað??

Það er allt í himna lagi. Það er hiti á ofnunum, ljósið logar á lampanum, matur í ísskápnum og varasjóður á bankabókinni, krakkarnir sofnaðir og ég mæti í vinnuna á morgun.

Er ekki lífið fullkomið?

Lesa meira

Að loknum kosningum á Austurlandi: Ég er sekur ... karlremba og afturhald

Ég varð fyrir talsverðu áfalli um daginn þegar ég uppgötvaði að ÉG, endurtek ég sjálfur, væri karlremba, afturhaldsseggur, dóni, og sennilega laumu kynþáttaníðingur og kvenhatari í þokkabót. Allt þetta af því mér hafi orðið það á að verða miðaldra og væri að sönnu karlmaður, bæði í grunninn og enn þann dag í dag.

Lesa meira

Nýskapandi sókn á landsbyggðinni

Fjórða iðnbyltingin er skollin á og við finnum það í okkar daglega lífi hvernig stafræn tækni verður sífellt stærri partur af tilveru okkar – bæði í vinnu og á heimavelli.

Lesa meira

Gagnaveita HEF - Glötuð tækifæri eða nýja gulleggið?

Nú þegar framboðslistarnir liggja fyrir og stefnumálin og „loforðin“ eru komin á pappír er ekki úr vegi að slá einu málefni fram til umræðu og umhugsunar. Undanfarin ár hafa fjarskiptamál verið ofarlega í hugum manna og þá sér í lagi í dreifbýlinu. Ef fjarskiptamöstur eiga að virka vel, þá þurfa þau ljósleiðara. Sveitarfélagið okkar er að stækka og verður landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Þá skipta fjarskiptamál enn meira máli.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.