


Viðrini svarað!
Eyþór Stefánsson, frambjóðandi Austurlistans, ritaði nýverið grein sem í grófum dráttum gengur út á að hann sé sjálfur pólitískt viðrini, en að það sé bara gott og að slíkum viðrinum sé betur treystandi en öðrum til þess að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélaga. Ég leyfi mér þá að taka hann á orðinu og nefna hann þessu nafni hér í fyrirsögn, sem vonandi móðgar engan, enda held ég að við báðir göngum út frá því að merking orðsins sé fyrst og fremst einstaklingur sem er ekki félagi í, eða skilgreinir sig sem stuðningsmann ákveðins stjórnmálaflokks.
Áfram veginn – Til framtíðar
Það eru áhugaverðir tímar framundan á Austurlandi. Nýtt sveitarfélag að verða að veruleika með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Sveitarstjórnarkosningar þann 19. september. Fyrsta verkefni nýrrar sveitarstjórnar verður að ljúka sameiningarferlinu, ákveða nafn nýja sveitarfélagsins og virkja nýtt stjórnskipulag.
Af hverju viljum við búa þar sem við búum?
Við þeirri spurningu eru náttúrulega mörg svör en vonandi helst þau að hér líður okkur vel. En hvað er það sem lætur okkur líða vel þar sem við búum?
Heimastjórnir í sameinuðu sveitarfélagi
Gengið verður til kosninga 19. september næstkomandi sem munu marka tímamót á Austurlandi þegar fjögur sveitarfélög renna saman í eitt. Hvert og eitt þessara sveitarfélaga hafa sterka sérstöðu og munu halda henni áfram. Sameining sveitarfélaga snýst fyrst og fremst um samþættingu stjórnsýslunnar og hagsmunabaráttunnar gagnvart ríkisvaldinu sem mun verða öflugri með sterkara sveitarstjórnarstigi. Hvað með smærri sveitarfélögin kunna einhverjir að spyrja? Munu þau halda áhrifum sínum og rödd?
Bættar samgöngur – vaxandi samfélag
Niðurgreiðsla innanlandsflugs er skref í þá átt að jafna aðgengi að því sameiginlega sem byggt hefur verið upp í höfuðborg okkar allra og styrkja byggð í öllum fjórðungum. Niðurgreiðslan er því réttlætismál fyrir þá sem fjærst búa frá sameiginlegri þjónustu, aðstöðu og afþreyingu höfuðborgarinnar, sem er líka mikilvægt byggðamál.
Nýjar áherslur í sameinuðu sveitarfélagi
Þann 19. september göngum við til kosninga um nýja sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Múlaþingi. Ef tekið er mið af hversu mikill meirihluti samþykkti sameiningu sveitarfélaganna, má draga þá ályktun að íbúar hins nýja sveitarfélags vilji sjá breytingar og nýja nálgun í uppbyggingu samfélagsins. Þjónustu fyrir unga sem aldna og fjölbreytt atvinnutækifæri.
Ég er viðrini!
Nánar tiltekið flokkpólitískt viðrini. Ég get ekki réttlætt að ofurselja mig stefnu stjórnmálaflokks og halda með honum eins og fótboltaliði. Fyrir vikið telja einhverjir mig vanhæfan til að sitja í sveitarstjórn. Ég tel hins vegar forherta flokksgæðinga síst til þess fallna að taka ákvarðanir samfélaginu öllu til heilla.