


Hlúum að eldri borgurum í Fjarðabyggð
Hlutfall eldri borgara á Íslandi mun hækka ört gangi mannfjöldaspár eftir. Samkvæmt miðgildi mannfjöldaspár Hagstofu Íslands mun fjölga í aldurshópnum 70- 100 ára um 43 prósent árið 2030 og ætla má að sú þróun haldi áfram. Fjölgunin er langt umfram aðra aldurshópa á sama tímabili.
Afgangsstærð
Það er hverjum einstaklingi mikilvægt að finna fyrir tilgangi sínum í samfélaginu, vera hluti af stærri heild og upplifa að þeirra framlag skipti máli. Öll höfum við fundið fyrir breytingum og óvissu seinustu ára og margir sem hafa saknað þess að taka þátt í félagsstarfi eða sinna áhugamálunum. Það er nefnilega þannig að í kringum allt skapast ákveðið samfélag.
Gagnsæi og opið bókhald
Að hafa og fara með vald er vandmeðfarið og því eðlilegt að gerð sé krafa til þeirra sem með slíkt fara; að gæta hófsemi og sanngirni í hverju því er vald þeirra varðar.
Með fjölskyldur í Fjarðabyggð í fyrirrúmi
Sumardagurinn fyrsti er runninn upp. Þessi dagur hefur í gegnum tíðina verið helgaður börnum og fjölskyldum, löngum verið mikill hátíðisdagur og markar að mörgu leyti nýtt upphaf þegar drungi og kuldi vetrarins byrjar að víkja fyrir birtu og yl sumarsins.
Af hverju er maður að gefa kost á sér í sveitastjórn?
Ég var spurður að þessu fyrir nokkru og svarið er einfalt. Þetta er bara svo gaman, að leggja á sig ómælda vinnu og sjá síðan afraksturinn, sjá samfélagið vaxa, dafna og þróast. Ég vill búa í samfélagi sem er framúrskarandi og vill leggja mitt á vogarskálarnar til að Múlaþing verð áfram í fremstu röð.
Félagshyggja í Fjarðabyggð
Fjarðalistinn hefur frá stofnun haft það að leiðarljósi í stefnu sinni að stuðla að jöfnuði og velferð. Að íbúar Fjarðabyggðar eigi kost á mannsæmandi lífi í öflugu velferðarsamfélagi sem tekur mið af ólíkum þörfum ólíkra einstaklinga, enda er Fjarðalistinn listi félagshyggjufólks.
Hefjum kröftuga uppbyggingu í Fjarðabyggð
Fjarðabyggð og íbúar sveitarfélagsins þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku.