Getum við nýtt okkur tækifæri byggð á Covid?

Frá því að ég fór að fylgjast með sveitarstjórnarmálum á Austurlandi fyrir mörgum árum hefur umræða um fjölgun opinberra starfa reglulega skotið upp kollinum. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að sannfæra hina kjörnu fulltrúa á Alþingi og embættismenn ríkisstofnana um tækifæri sem liggja í dreifðri starfsemi. Þrátt fyrir góðan vilja hefur reyndin orðið á þann veg að opinberum störfum hefur fækkað á landsbyggðinni og atvinnumarkaðurinn orðið einsleitari.

Lesa meira

Að bóka eða bóka ekki

Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins hafa lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að fleiri opinber störf verði flutt út á landsbyggðina. Því var ánægjulegt þegar Matvælastofnun auglýsti nýlega eftir að ráða háskólamenntaðan starfsmann, með sérþekkingu á fiskeldi, í 100% starf sérfræðings með aðsetur á starfsstöð Matvælastofnunar á Egilsstöðum.

Lesa meira

Veistu af okkur?

Krabbameinsfélag Austfjarða og Ráðgjafaþjónusta Krabbameinsfélags Íslands eru búin að vera á flandri um Austfirði. Þær Hrefna Eyþórsdóttir frá Krabbameinsfélagi Austfjarða og Margrét Helga Ívarsdóttir Ráðgjafi hjá Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands ákváðu að heimsækja alla þéttbýliskjarna sem Krabbameinsfélag Austfjarða sinnir sem eru Djúpivogur og Fjarðabyggð.

Lesa meira

Rafíþróttadeild Hattar

Það var fyrir rúmu ári síðan sem hugmyndin um stofnun rafíþróttadeildarinnar kviknaði. Það var eftir að ég sá innslag í fréttaskýringaþætti Kveiks á RÚV, þar sem var fjallað um þennan nýja veruleika sem tölvuleikjaspilun er.

Lesa meira

9 aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang

Landssamtökin Geðhjálp standa fyrir undirskriftasöfnum á síðunni 39.is um að setja geðheilsu í forgang. Söfnuninni lýkur á miðnætti sunnudaginn 8. nóvember. Við skorum á alla landsmenn að skrifa undir og setja þannig geðheilsu í forgang. Meðfylgjandi eru 9 aðgerðir til þess að það megi takast.

Lesa meira

Landbúnaður - Hvað er til ráða?

Landbúnaður er mikilvæg grunnstoð fyrir íbúa Austurlands. Rúm 60% rekstrartekna koma frá sauðfé og tæp 40% samanlagt frá kúabúskap og nautgripabúum. Landbúnaður á Íslandi stendur á krossgötum og hefur gert í þó nokkur ár. Neyslubreytingar almennings, aukin alþjóðleg sem og innlend samkeppni, breyttur ríkisstuðningur (minni beinn framleiðslustuðningur) hafa valdið lægri tekjum á framleiðslueiningu hjá bændum.

Lesa meira

Að staðsetja eða staðsetja ekki

Á dögunum lagði bæjarráð Fjarðabyggðar fram bókun er varðaði auglýst starf Matvælastofnunar á sviði fiskeldismála. Þar var því mótmælt að umrætt starf væri auglýst með starfstöð á Egilsstöðum í stað þess að starfstöð viðkomandi væri á Austurlandi. Þykir það skjóta skökku við samkvæmt starfslýsingu að viðkomandi eigi að vera með aðstöðu þar sem ekkert fiskeldi er né verður.

Lesa meira

Fyrsti mánuðurinn

Rétt rúmur mánuður er frá því kosið var til sveitarstjórnar í sveitarfélaginu sem hlotið hefur nafnið Múlaþing. Fljótlega að loknum kosningum gerðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með sér samkomulag um meirihlutasamstarf sem undirritað var 30. september.

Lesa meira

Ræktum geðheilsuna

Sjálfsvíg eru einn af mælikvörðum geðheilsu í samfélaginu á hverjum tíma. Þau eru endapunktur og óafturkræf. Árið 2019 tóku 39 Íslendingar líf sitt.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.