Smásölufiskmarkaður fyrir almenning

Leiðari Austurgluggans 13. nóvember 2009:

 

Sjávarfangið er okkar dýrasta auðlind ásamt náttúru landsins. Oft hef ég velt því fyrir mér síðan ég fann mér minn stað í veröldinni á Austurlandi, af hverju erfitt getur verið að kaupa góðan fisk hér í fjórðungnum. Ekki síst í byggðunum þar sem aflinn kemur í land til verkunar eða flutnings.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Austfirðingar heima hjá sér á laugardögum

Fljótsdalshérað harmar niðurskurð Vegagerðarinnar í vetrarþjónustu 2009-2010, bæði innan sveitarfélagsins og utan þess. Ekki verður hægt að treysta því í vetur að fært verði milli Austurlands og annarra hluta landsins, þar sem leiðir norður og suður verða ekki mokaðar á laugardögum.

snr_og_vindur.jpg

Lesa meira

Fóru á fund Læknafélags Íslands

Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og Hannes Sigmarsson, yfirlæknir Heilsugæslu Fjarðabyggðar, hittu í dag á fundi formann Læknafélags Íslands. Ekki er vitað hvað fram fór á fundinum en leiða má að því líkur að rædd hafi verið tímabundin brottvikning yfirlæknisins úr starfi vegna gruns um misferli í reikningafærslum og þau mál sem út af því hafa spunnist.

hsa.jpg

Hverjir ætla að gefa kost á sér í sveitarstjórnarmálin?

Leiðari Austurgluggans 6. nóvember 2009:

 

Um sjö mánuðir eru nú til sveitarstjórnarkosninga, sem fara munu fram 29. maí 2010. Strax hafa menn veður af málum sem sveitarfélögin ýmist skirrast við að afgreiða eða þvert á móti afgreiða óvenju hratt og engin augljós ástæða virðist vera fyrir nema aðvífandi kosningar. Það virðist nokkuð ljóst að menn eru að koma sér í startholurnar fyrir kosningabaráttu.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Vegfarendur gæti að færð

Á Austurlandi er nú ófært um Fjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Hálka og snjóþekja á öðrum leiðum og verið er að hreinsa vegi. Ófært er um Öxi. Á Norðausturlandi er snjóþekja, hálka og éljagangur og verið er að hreinsa vegi. Fólk er beðið hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands. Veðurspá gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8-15 m/s, en sums staðar hvassari við A-ströndina í dag. Él N- og A-lands, en annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Áfram allhvöss norðanátt austast fram undir kvöld. Úrkomuminna um landið norðanvert síðdegis. Hægari og austlægari á morgun og dálítil él suðvestantil. Annars svipað veður. Vægt frost, en frostlaust við S- og SV-ströndina.

stormur.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi

Í Austurglugga vikunnar kennir að vanda ýmissa grasa. Má nefna viðtal við Álftfirðinginn Eirík Guðmundsson sem fór á Þjóðfund og heimsókn unglingsstúlku í Neskaupstað til forsetahjónanna á Bessastöðum fyrir skemmstu. Þá er sagt í máli og myndum frá ljóðakvöldi sem haldið var í Seldal á Dögum myrkurs. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

strksi.jpg

Nýr Austurgluggi

Í Austurglugga vikunnar er svo dæmi sé nefnt fjallað um Seyðfirðinginn Garðar Eymundsson, sem opnar á morgun sýningu blýantsteikninga af fjallahring Seyðisfjarðar í Skaftfelli. Þá er opnuumfjöllun um Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað; hvernig sjúkrahúsinu gengur að fóta sig í kjölfar þensluskeiðs vegna uppbyggingar virkjunar og stóriðju á Austurlandi, um ný tæki sem gefin eru af heimafólki og vöxt og viðgang fæðingardeildar. Þetta og margt fleira í nýjum Austurglugga, sem fæst á betri blaðsölustöðum.

krakkar__snj.jpg

 

Rúta út af á Fagradal

Stór rúta fór út af veginum um Fagradal, skammt frá Mjóafjarðarafleggjara, í morgun. Enginn var um borð nema ökumaðurinn og var rútan að koma frá Reyðarfirði. Rútan fór um 40 metra vegalengd út af en ökumanninum tókst að halda henni á hjólunum. Hann slapp óskaddaður. Mikil hálka var á veginum þegar óhappið varð. Nú er verið að koma stórvirkum tækjum á staðinn, en til stendur að reyna að hífa rútuna upp um kl. 21 í kvöld og koma henni upp á veg. Reiknað er með að loka þurfi veginum meðan á þessu stendur.

Afléttum -hver í sínu horni-- ástandi

Leiðari Austurgluggans 30. október 2009:

 

Fram kom hér í blaðinu fyrir skömmu að nú virtist sem þeirri ,,ánauð“ væri létt af fólki að verða að mæta á hvern einasta viðburð í sínu sveitarfélagi, en ella bera ábyrgð á því að viðkomandi viðburður yrði aldrei endurtekinn aftur.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.