Festist tvisvar

Þrjár björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar leituðu á laugardagskvöld manns á bíl sem saknað var á milli Egilsstaða og Vopnafjarðar. Veður hafði verið vont á svæðinu. Maðurinn fannst Héraðsmegin á Hellisheiði eystri þar sem bíllinn var fastur. Fyrr í dag sótti björgunarsveitin Hérað manninn þegar hann lenti í vandræðum á Öxi.

Austfirsk sveitarfélög stilla saman strengi í kreppunni

Næstkomandi miðvikudag milli kl. 10 og 11 munu allir forvígismenn sveitarfélaganna á Austurlandi eiga sameiginlegan símafund, þar sem ræða á málin á grundvelli fjármálaholskeflunnar undanfarið.

Lesa meira

Bændur bíta í skjaldarrendur

Rúnar Ingi Hjartarson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Austurlands, segir bændur á félagssvæði sambandsins halda að sér höndum og sjá hvernig rætist úr efnahagslægðinni sem Ísland er í.

 

Lesa meira

Frjálslyndir þingmenn Norðausturlands

Fjórir þingmenn Norðausturlands eru flutningsmenn frumvarps  til breytinga laga sem varða sölu áfengis og tóbaks. Frumvarpið miðar að því í stuttu máli að leyfa sölu áfengis undir 22% vínanda í matvöruverslunum. Þá er átt við bjór og léttvín.Lesa meira

Nagladekk framundan

Rétt er að minna ökumenn á Austurlandi á að nú er runnin upp tími nagladekkja. Flestir þeir sem reglulega keyra um fjallvegi eru reyndar þegar komnir á slík dekk. Hált var á fjallvegum á Austurlandi í dag, og virðist ljóst að vetur konungur er í það minnsta ekkert að yfirgefa okkur í bráð.

 

Lesa meira

Forgangssætið hækkar

Flugfélag Íslands hefur hækkað verð á forgangssætum á flugleiðinni Reykjavík-Egilsstaðir um 7%. Forstjóri félagsins segir annað erfitt í verðbólgutíð.

 

Lesa meira

Gripið verði til aðgerða strax

AFL starfsgreinafélag hefur sent frá sér ályktun þar sem þess er m.a. krafist af stjórnvöldum að hagsmunir barna verði tryggðir þrátt fyrir atvinnumissi foreldra og að börn fái enn notið dagvistunar og tómstunda, án tillits til tekna foreldra.


Lesa meira

Fyrstu sigrarnir

Höttur vann lið Hrunamanna í 1. deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í dag. Blaklið Þróttar spilaði tvo leiki við Fylki í Neskaupstað um helgina.

 

Lesa meira

Uppskrift að heimspekifélagi til almannanota

Uppskrift að vitrænni, tilfinningalegri og heimspekilegri samræðu:

LÍFSGÁTUFÉLAGIÐ

 

Tilurð félagsins

Lífsgátufélagið var stofnað 4. nóvember árið 2001 á Fljótsdalshéraði. Stofnfélagar voru tveir og kom hugmyndin að félaginu til vegna knýjandi þarfar á samræðu sem næði nær kjarna viðfangsefna en dagleg umræða gefur tilefni til. Send voru í upphafi bréf ásamt upplýsingum um starfsemi og tilgang félagsins til sjö aðila, sem stofnendum sýndust geta átt heima í slíkum félagsskap. Flestir tóku áskoruninni og mættu til fundar, öðrum var á seinni stigum boðin þátttaka og eru nú 14 í félaginu. Frá upphafi hefur hópurinn á Fljótsdalshéraði samanstaðið af konum eingöngu, en ekkert er því til fyrirstöðu að hafa blandaðan hóp.

Ástæða þess að Lífsgátufélagið er kynnt nú, er sú staðreynd að núverandi hópur getur ekki tekið inn öllu fleiri félagsmenn, en utanaðkomandi áhugi á starfseminni er mikill. Því var ákveðið að gefa út uppskriftina að félaginu, sem hefur dafnað einkar vel frá upphafi og veitt meðlimum mikla ánægju og margvíslegan fróðleik. Reglur félagsins eru einfaldar og virðast hafa dugað til að halda hópnum saman án vandkvæða þessi ár.

Tilgangur

Lífsgátufélagið er umræðuhópur um lífsgátuna; óformlegur spjallhópur um hvað eina sem viðkemur mannlegri tilveru. Leitast er við að nálgast ólík viðfangsefni frá sem flestum hliðum og rannsaka þau og ræða frá vitrænum, tilfinningalegum og heimspekilegum forsendum eftir mætti.

Starfsemi

Hópurinn starfar í megindráttum þannig að einn aðili í senn stjórnar fundi. Sá aðili er valinn af fundinum þar á undan.

Stjórnandi leggur út af umræðuefni fundarins í byrjun og gefur svo orðið laust til næsta manns.

Hver þátttakandi tjáir hug sinn um umþóttunarefnið í tiltekinn tíma, sem verður að vera innan óþægindamarka. Heimilt er að þegja ef mönnum hentar betur.

Viðurlög eru við því að grípa fram í fyrir mælanda og ákveður fundurinn þau viðurlög.

Þegar allir í hópnum hafa látið ljós sitt skína er orðið gefið laust og upphefjast þá opin skoðanaskipti án sérstakrar stjórnunar.

Trúnaðar er æskt af fundarmönnum.

 

 

 

Umgjörð

Æskilegt er að fundarhúsnæði sé á hlutlausum vettvangi, þ.e. ekki heima hjá félagsmönnum.

Félagsgjöld eru engin, utan ca 100 króna í félagssjóð.

Hópurinn hittist tvisvar í mánuði, ef þykir henta.

Þátttakendafjöldi hvers hóps er takmarkaður við 12 til 14 einstaklinga. Ekki er mætingarskylda, en æskilegt er að 5 til 8 manns komi á hvern fund.

Mæti félagi ekki fjóra fundi í röð, án haldbærra skýringa, fellur hann af félagaskrá.

Umfjöllunarefni eru ákveðin af fundarmönnum og reifuð í sérstaka fundarbók.

Inntaka nýrra félaga skal samþykkt af öllum félagsmönnum.

Félagar koma með eitthvert munngæti til að gæða sér á meðan á fundi stendur.

Uppskeruhóf félagsins er haldið að vori ár hvert.

Fundir leggjast af yfir sumartímann.

Bréfin sem send voru út ásamt upplýsingum um félagið hljóðuðu svo:

Kæri viðtakandi,

Okkur hefur orðið hugsað til þín í tengslum við heimspekifélag sem við stofnuðum í nóvember 2001 og lifir góðu lífi. Við stofnuðum Lífsgátufélagið fyrir fólk sem þráir líkt og við að eiga skoðanaskipti sem gefa ferskum hugsunum byr og vekja áleitnar spurningar um lífið og tilveruna. Við sáum okkur knúnar til að mynda einhverslags vettvang fyrir þröngan, en knáan hóp fólks (kvenna til að byrja með, eða uns hópurinn ákveður annað) sem getur þjónað sem pallborð hugsana og vangavelta um hvaðeina sem leitar á.

Hér meðfylgjandi er lýsing á fyrrnefndu pallborði. Fyrir eru í hópnum rúmur tugur kvenna sem við teljum að hafi þann kraft, greind og víðsýni hugans sem þarf til að knýja hraustlega á hin rammgerðu hlið lífsgátunnar.

Við bjóðum þér að koma með okkur til fundar xxx. Umþóttunarefni fundarins að þessu sinni er xxx.

Sjáir þú þér ekki fært að koma þá, en hefðir áhuga á að vera með í framhaldinu, vildum við gjarnan að þú hefðir samband.

Vinsamlega farðu með þetta sem trúnaðarmál að sinni.

(sign)

Uppskriftin af þessu ágæta, fræðandi og mannbætandi félagi er frjáls til afnota fyrir hvern sem kærir sig um Wink

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar