Rúta út af á Fagradal
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 23. nóvember 2009
Stór rúta fór út af veginum um Fagradal, skammt frá Mjóafjarðarafleggjara, í morgun. Enginn var um borð nema ökumaðurinn og var rútan að koma frá Reyðarfirði. Rútan fór um 40 metra vegalengd út af en ökumanninum tókst að halda henni á hjólunum. Hann slapp óskaddaður. Mikil hálka var á veginum þegar óhappið varð. Nú er verið að koma stórvirkum tækjum á staðinn, en til stendur að reyna að hífa rútuna upp um kl. 21 í kvöld og koma henni upp á veg. Reiknað er með að loka þurfi veginum meðan á þessu stendur.
Stór rúta fór út af veginum um Fagradal, skammt frá Mjóafjarðarafleggjara, í morgun. Enginn var um borð nema ökumaðurinn og var rútan að koma frá Reyðarfirði. Rútan fór um 40 metra vegalengd út af en ökumanninum tókst að halda henni á hjólunum. Hann slapp óskaddaður. Mikil hálka var á veginum þegar óhappið varð. Nú er verið að koma stórvirkum tækjum á staðinn, en til stendur að reyna að hífa rútuna upp um kl. 21 í kvöld og koma henni upp á veg. Reiknað er með að loka þurfi veginum meðan á þessu stendur.