Austfirðingar heima hjá sér á laugardögum

Fljótsdalshérað harmar niðurskurð Vegagerðarinnar í vetrarþjónustu 2009-2010, bæði innan sveitarfélagsins og utan þess. Ekki verður hægt að treysta því í vetur að fært verði milli Austurlands og annarra hluta landsins, þar sem leiðir norður og suður verða ekki mokaðar á laugardögum.

snr_og_vindur.jpg

Í vetur verður þjóðvegur 1 frá Lagarfljótsbrú að Biskupshálsi  hreinsaður 6 daga vikunnar í stað 7 áður og falla laugardagar út. Skriðdalur verður  hreinsaður 2 daga vikunnar í stað 3-5. Breiðdalsheiði verður haldinni opinni á haustin og vorin en engin þjónusta  verður yfir vetrartímann.

Borgafjarðarvegur verður hreinsað alla daga út að Eiðum. Í framhaldi frá Eiðum er hreinsað 4 daga í viku til Borgarfjarðar. Benda má á að ekki er hægt að treysta á að opið verði til Austurlands landleiðina 7 daga vikunnar þar sem bæði norðurleiðin og suðurleiðin lenda í þjónustuflokki þar sem einungis er hreinsað 6 daga vikunnar. Helmingamokstur breytist úr 5 dögum í viku, í 3 daga í viku.

Skipulags og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs harmar þann niðurskurð sem Vegagerðin boðar innan sveitarfélagsins ásamt tengingum við aðra landshluta. Ófært er að ríkið skuli íþyngja sveitarfélaginu með því að draga verulega úr helmingamokstri, sú ráðstöfun færir aukinn kostnað á sveitarfélagið, sér í lagi vegna lögbundins skólaaksturs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.