Mikilvægir sigrar

Fjarðabyggð og Höttur unnu í gær mikilvæga sigra í 1. og 2. deild karla í knattspyrnu. Huginn er kominn í úrslit þriðju deildar og Sindri er við þröskuldinn. Höttur er kominn í úrslit 1. deildar kvenna.

 

Lesa meira

Hitamet slegið á Höfn

Hitamet var sett á veðurstöðinni á Höfn í Hornafirði, 22,8 stig, í seinasta mánuði.Hiti á veðurstöðvunum á Egilsstöðum og Dalatanga mældist 1,5°C hærri í júlímánuði miðað að við meðalár.

 

 

Lesa meira

Kristinn skattakóngur

Kristinn Aðalsteinsson, Eskifirði, er skattakóngur Austurlands fyrir árið 2007. Þeir sem seldu báta og/eða kvóta eru áberandi á listanum.

 

Lesa meira

Að vera hommi úti á landi

Í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi kom fram að Flosi Jón Ófeigsson á Egilsstöðum telur erfiðara fyrir samkynhneigða að koma út úr skápnum úti á landi. Flosi er samkynhneigður.

Hann segist hafa komið út úr skápnum þegar hann fluttist til Reykjavíkur um tíma. Hann segist líka hafa orðið fyrir grimmu einelti vegna þess hvernig hann var í skólanum á Egilsstöðum. Flosi tók fram að hann líður betur í dag. Í viðtali við Rás 2 í gær segist hann þekkja nokkra homma á Fljótsdalshéraði og þeir reyni að hittast annað slagið, fari í útilegar og annað slíkt.

Til að horfa á fréttina á RÚV er hægt að smella hér.

hinsegin.jpg

Svanur spilar í kvöld

Tónleikar Svans Vilbergssonar í Vallaneskirkju verða klukkan 20:00 í kvöld en ekki 14:00 í dag eins og misritaðist í frétt í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Svanur spilar á Fáskrúðsfirði í dag.

Vilja stofna rannsóknarsjóð

Forsvarsmenn Þekkingarnets Austurlands hefur kynnt hugmyndir um stofnum Rannsóknarsjóðs Austurlands. Tilgangur hans á að vera að efla rannsóknarstarf á Austurlandi og beina stuðningi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs í sameiginlegan farveg.

 

Lesa meira

Vatnajökulsríkið fékk mest

Klasaverkefnið Í ríki Vatnajökuls hlaut hæsta styrkinn, 5,8 milljónir króna þegar úthlutað var úr Vaxtarsamningi Austurlands í fyrra skiptið á þessu ári. Alls var 22,6 milljónum króna úthlutað til ellefu verkefna.

 

Lesa meira

Tónleikar með Svani

Gítarleikarinn Svanur Vilbergsson heldur tvenna tónleika á Austurlandi um helgina.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar