Söfnunarreikningur stofnaður eftir brunann í Berufirði: Draumurinn að koma húsinu í fokhelt ástand fyrir haustið

Bruni i BerufirdiEins og kunnugt er gerðist sá sorglegi atburður fyrir skemmstu að hið merka hús Steinaborg á Berufjarðarströnd brann til kaldra kola. Nú er Bergur Hrannar Guðmundsson eigandi og ábúandi strax farin að huga að endurreisn hússins, en eftir brunann standa heillegar hleðslur í bakveggjum og grunni sem hægt verður að byggja á.

Lesa meira

Óseyrarbrekka á lista yfir umferðaröryggisaðgerðir hjá Vegagerðinni

utaf 5Í lok janúar fóru tveir bílar útaf í sömu brekkunni, í sunnanverðum botni Stöðvarfjarðar, sem oft er kölluð Óseyrarbrekka. Akstursaðstæður voru mjög erfiðar. Snjór, mjög hvasst og mikil hálka var á veginum. Óhöppin áttu sér stað með nokkurra klukkutíma millibili og voru tveir farþegar í hvorum bíl. Engin alvarleg slys urðu á fólki, en einhverjir hlutu minniháttar áverka.

Lesa meira

Samningur um sóknaráætlun Austurlands

umsoknaraaetlun austurlandsAtvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband sveitarfélaga á Austurlandi hafa undirritað samning um sóknaráætlun Austurlands 2015 til 2019. Alls renna um 95 milljónir króna til Austurlands. Sigrún Blöndal, formaður SSA segir samninginn hafa mikla þýðingu fyrir atvinnu, nýsköpunar- og menningartengd tækifæri á Austurlandi.

Lesa meira

Sendiherra Kanada á ferð um Fjarðabyggð

Stewart peturStewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi, hefur ferðast vítt og breitt um Fjarðabyggð á undanförnum dögum, en hann er staddur þar á eigin vegum í stuttu fríi.

Lesa meira

Fjarðabyggð: Komdu þínu á framfæri

FramfaeriErt þú á aldrinum 15 til 30 ára og vilt koma skoðunum þínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í Fjarðabyggð?

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar