Guðrún og Signý verða yfirverkefnastjórar hjá Austurbrú

signy gudrunjons austurbruGuðrún Áslaug Jónsdóttir og Signý Ormarsdóttir hafa verið ráðnar sem yfirverkefnastjórar Austurbrúar. Þær voru báðar starfsmenn Austurbrúar fyrir en þessar ráðningar eru í samræmi við nýtt skipurit Austurbrúar sem samþykkt var á framhaldsársfundi stofnunarinnar í haust. Breytingarnar hafa ekki för með sér fjölgun starfsmanna hjá Austurbrú.

Lesa meira

Pinnið á minnið: Langflestir með þetta á hreinu!

Heidar netto ausViðskiptavinir verslana eru löngu orðnir vanir að posinn snúi að þeim sem verslar, sem staðfestir þar kortagreiðslur með pin-númeri í stað undirskriftar. Korthafar sem muna ekki pinnið hafa hingað til getað staðfest greiðslur með því að ýta á græna takkann á posanum. En ekki lengur.

Lesa meira

Loðnuskipin bíða í röð á Eskifirði

norskskip esk jan15 webNorsk loðnuveiðiskip bíða nú í biðröð eftir að geta landað á Eskifirði. Sjö skip liggja þar við bryggju í dag og bíða ýmist eftir að geta landað eða þess að brælu á miðunum linni þannig þau geti farið út á ný.

Lesa meira

Eldur kviknaði í baðherbergi

egilsstadirSlökkviliðið á Egilsstöðum var kallað út upp úr klukkan þrjú í dag vegna elds í baðherbergi í íbúðarhúsi í bænum.

Lesa meira

Sigurinn í tæknilegó keppninni til Fjarðabyggðar

TaeknilegosigurEinn + níu, lið Grunnskóla Reyðarfjarðar sigraði í tækni-og hönnunarkeppni grunnskólanema FIRST LEGO League á laugardaginn var. Alls tóku þrjú lið frá grunnskólum Fjarðabyggðar þátt í keppninni í ár, eða frá Grunnskóla Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.

Lesa meira

Íbúafundir í Fjarðabyggð vegna eldgossins í Holuhrauni

blaa modan 05092014 0010 webTveir almennir upplýsingafundir verða haldnir í Fjarðabyggð í dag um jarðhræringarnar í Bárðabungu og eldgosið í Holuhrauni í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en Austurland er það landsvæði sem hvað oftast hefur þurft að glíma við SO2 gasmengunina frá Holuhrauni.

Lesa meira

„Okkar fólk er tilbúið að láta sverfa til stáls"

hjordis thora sigurthorsdottir afl„Kröfur okkar eru bæði sanngjarnar og eðlilegar. Grundvallaratriði er að fólk geti framfleytt sér og sínum af dagvinnulaunum í stað þurfa að treysta á yfirvinnu, aukavinnu og akkorð," segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs Starfsgreinafélags á Austurlandi.

Lesa meira

Á þriðja tug kannabis planta gerðar upptækar á Austurlandi

kanabisLögreglan á Austurlandi  lagði hald á þriðja tug  kannabis platna í fyrradag. Ræktunin sem var í heimahúsi var gerð upptæk. Auk efnanna lagði lögregla hald á ræktunarbúnað og lítilsháttar af öðrum  efnum.

Lögreglan staðfesti þetta í samtali við Austurfrétt í dag en ekki fékkst uppgefið hvar á Austurlandi þetta var. Málið telst upplýst.

„Samstarf fólks við lögregluna hefur oft skilað miklu. Þess vegna hvetjum við hvern og einn að vera á varðbergi ef það veit um eitthvað svona og láta lögreglu vita um hæl," segir Elvar Óskarsson, fulltrúi hjá lögreglunni á Austurlandi.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Norsku skipin dugleg að landa loðnu á Austfjörðum

rogne norsktskip-faskjan15 jonoskNorsk loðnuveiðiskip hafa tvo daga landað yfir 10 þúsund tonnum af loðnu á Austfjörðum sem er álíka mikið og þau veiddu alla síðustu vertíð. Um helmingur þeirra loðnu sem þau hafa landað á vertíðinni hefur farið til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.