Á þriðja tug kannabis planta gerðar upptækar á Austurlandi

kanabisLögreglan á Austurlandi  lagði hald á þriðja tug  kannabis platna í fyrradag. Ræktunin sem var í heimahúsi var gerð upptæk. Auk efnanna lagði lögregla hald á ræktunarbúnað og lítilsháttar af öðrum  efnum.

Lögreglan staðfesti þetta í samtali við Austurfrétt í dag en ekki fékkst uppgefið hvar á Austurlandi þetta var. Málið telst upplýst.

„Samstarf fólks við lögregluna hefur oft skilað miklu. Þess vegna hvetjum við hvern og einn að vera á varðbergi ef það veit um eitthvað svona og láta lögreglu vita um hæl," segir Elvar Óskarsson, fulltrúi hjá lögreglunni á Austurlandi.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Norsku skipin dugleg að landa loðnu á Austfjörðum

rogne norsktskip-faskjan15 jonoskNorsk loðnuveiðiskip hafa tvo daga landað yfir 10 þúsund tonnum af loðnu á Austfjörðum sem er álíka mikið og þau veiddu alla síðustu vertíð. Um helmingur þeirra loðnu sem þau hafa landað á vertíðinni hefur farið til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Fjarðabyggð: Verklegt er vitið hlýtur veglegan styrk

Fjardabyggd styrkurMagnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, afhenti í dag Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra, styrkúthlutun Alcoa Foundation til skólaverkefnisins Verklegt er vitið. Styrkurinn nemur samtals um 11 milljónum króna.

Lesa meira

Loðnuskipin bíða í röð á Eskifirði

norskskip esk jan15 webNorsk loðnuveiðiskip bíða nú í biðröð eftir að geta landað á Eskifirði. Sjö skip liggja þar við bryggju í dag og bíða ýmist eftir að geta landað eða þess að brælu á miðunum linni þannig þau geti farið út á ný.

Lesa meira

Fyrsta lánið til Austurlands: Þetta er sannkölluð gleðitíðindi

2Frábær mæting var á kynningarfundinn "Tækifæri fyrir konur" sem haldinn var fyrr í síðustu viku en samtals mættu 43 konur á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Þar voru m.a. kynntar nýjar leiðir fyrir konur sem vilja stofna eigin atvinnurekstur en fyrsta og eina lánið sem Byggðastofnun hefur veitt í gegnum nýtt úrræði kom til Austurlands.

Lesa meira

Fengu heyrúllur í garðinn í óveðrinu í gær: Þetta var svo sannarlega heyfengur

Rullur i gardinum„Það var Helvítis Dyrfjalla-gustur hérna á Borgarfirði í gær. Þegar við vöknuðum fundum við þessar fínu rúllur frá Kobba í Njarðvík sem voru búnar að leita skjóls í garðinum hjá okkur,“ segir Hafþór Snjólfur Helgason á fésbókarsíðunni sinni í dag. En Hafþór býr í Réttarholti í Borgarfirði. En mikið óveður var í Borgarfirðinum í gær.

Lesa meira

Bestu hrútlömbin frá Sléttu og Bustarfelli

lombBændur á Sléttu í Reyðarfirði og Bustarfelli í Vopnafirði áttu hæst dæmdu austfirsku hrútlömbin síðasta haust. Sérfræðingur í sauðfjárrækt segir lambadóma hafa verið glæsilegri í haust en nokkru sinni áður.

Lesa meira

Fólk er enn að stelast í Selárlaug utan opnunartíma: Mér finnst þetta ömurlegt

olafur sundlaug selardal 1Selárlaug hefur lengi verið einn af gimsteinum Vopnafjarðar. Lengi vel var aðgengi að lauginni allan sólarhringinn allan ársins hring, en það breyttist á síðasta ári þegar gerðar voru breytingar bæði á húsnæði og rekstri sundlaugarinnar þar sem hún uppfyllti engan vegin kröfur heilbrigðiseftirlitsins. Flestum hefur gengið vel að aðlagast þessum breytingum, en þó eru enn óprúttnir aðilar sem eru enn að lauga sig utan opnunartíma.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.