Tveir útaf í Óseyrarbrekku í gær: Aðstæður voru mjög hættulegar - myndir

utaf 5Tveir bílar fóru útaf í sömu brekkunni í sunnanverðum botni Stöðvarfjarðar í gær sem oft er kölluð Óseyrarbrekkan. Aðstæður voru mjög hættulegar.

„Það voru mjög erfiðar akstursaðstæður á þessu svæði í gær. Snjór, mjög hvasst og mjög mikil hálka á veginum. Bílarnir fuku bara til í akstrinum. þetta er leiðindabrekka og mjög varasöm.

Það eru ansi margir búnir að lenda þarna fram af í gegnum tíðina. Það gerist á hverju ári að einhverjir fara þarna útaf öðru hvoru megin. Annað hvort fram af, og langleiðina niður í fjöru, eða  hinum megin. Í báðum tilvikum er mjög langt niður.

Þetta er mjög hættuleg leið og hættuleg brekka. Það er farið að vekja athygi hjá okkur hvað það eru margir að fara útaf þarna, “ segir Elvar Óskarsson, lögreglufulltrúi í embætti lögreglunnar á Austurlandi í samtali við Austurfrétt.

Áttu sér stað í gærmorgun

Óhöppinn áttu sér stað í gærmorgun með nokkra klukkutíma millibili. Tveir farþegar voru í hvorum bíl fyrir sig. Engin alvarleg slys urðu á fólki, en einhverjir lemstraðir með minniháttar áverka.

Verður þetta svæði athugað eitthvað nánar í framhaldi af þessum óhöppum? „Vegagerðin er í sífellu að reyna að merkja út svarta bletti eins og þeir kalla það. Og þeir hafa verið að setja upp vegriði víða, eins og fólk sér á leiðum sínum um landið. Þeir munu pottþétt skoða þetta eins og allt annað.

Vindhviðurnar hættulegar

Fólk þarf að fara mjög varlega. Þessar vindhviður eru svo varasamar. Fólk sem býr hér þekkir þetta sérstaklega af vegum víða hér á Austurlandi sem liggja utan í fjöllum. Það eru margir mjög varhugaverðir staðir þar sem oft koma gríðalegar hviður sem þarf að vara sig sérstaklega á. En þegar ég horfi til baka þá eiga þessi óhöpp oftast nær þegar það er snjór, vindur oghálka,“ segir Elvar að lokum.

utaf 5
utaf 4
utaf 3
utaf 2
utaf 1

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.