Loðnuskipin bíða í röð á Eskifirði

norskskip esk jan15 webNorsk loðnuveiðiskip bíða nú í biðröð eftir að geta landað á Eskifirði. Sjö skip liggja þar við bryggju í dag og bíða ýmist eftir að geta landað eða þess að brælu á miðunum linni þannig þau geti farið út á ný.

Níu norsk skip hafa komið til Eskifjarðar það sem af er vertíðinni með á bilinu 300-1200 tonn. Þar hafa einnig skip Eskju, Aðalsteinn Jónsson og Jón Kjartansson landað og tekið loðnunót.

Eins og Austurfrétt greindi frá í gær hafa norsku skipin landað um 20.000 tonnum á Austfjörðum í vikunni, aðallega á Fáskrúðsfirði og Eskifirði.

Eitt skipanna níu flutti sig inn á Reyðarfjörð eftir löndun en Fonnes lét úr höfn í hádeginu og er á leið á miðin.

Misjafnt er hvort norsku skipin stefna næst á kolmunnakvótann eða landa meiri loðnu sem væntanlega verður landað á Eskifirði.

Þétt skipað í höfninni á Eskifirði. Myndir: Hreggviður Sigurþórsson

norskskip esk jan15 2 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.