Hnúðlax veiddist í Selfljóti

Hnúðlax veiddist í Selfljóti á Fljótsdalshéraði í gær. Veiðimenn um allt land hafa hvatt til að deila upplýsingum um veidda hnúðlaxa en áhyggjur eru af því að þeir geti numið hér land.

Lesa meira

Lýsa yfir áhyggjum af stöðu sauðfjárbænda

Bæjarráð Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs hafa skorað á ríkisstjórn Íslands að bregðast við stöðu sauðfjárbænda. Hætta sé á byggðaröskun vegna lækkunar á afurðaverði til bænda.

Lesa meira

Slasaðist við Hengifoss

Viðbragðsaðilar á Fljótsdalshéraði voru kallaðir að Hengifossi um hádegisbil á laugardag en þar hafði kona slasast á göngu.

Lesa meira

Segir nálgunarbannið byggt á „100% lygum“

Eiginkona karlmanns á Breiðdalsvík sem úrskurðaður var í nálgunarbann fyrir að leggja þrettán ára dreng í þorpinu í einelti segir úrskurðinn byggja á uppspuna meints fórnarlambs. Illdeilur milli þeirra hafa staðið í tvö ár. Dómari minnti manninn á að sýna aðgætni í samskiptum við börn þótt hann væri að vernda fjölskyldu sína.

Lesa meira

Pólverjar líta á sig sem hluta af samfélaginu

„Allir viðmælendur upplifðu sig sem hluta af íslensku samfélagi að einhverju leyti og töldu að heimamenn hefðu tekið vel á móti þeim við komuna til landsins,“ segir Kjartan Þór Ingason, sem rannsakaði upplifun og sjálfsmynd Pólverja á Austurlandi í lokaritgerð sinni Samheldni og sundrung í Félagsfræði við Háskóla Íslands í vor.

Lesa meira

„Við erum ótrúlega flott teymi“

„Þetta var mikið áhlaup og var aðallega unnið á kvöldin og nóttunni. Þetta var þó ótrúlega skemmtilegur tími, í það minnsta svona eftir á,“ Sigríður Stephensen Pálsdóttir, sem opnaði Þvottaveldið á Breiðdalsvík í sumar. Að austan á N4 leit við í Þvottaveldinu fyrir skömmu.

Lesa meira

Blængur fær mest austfirskra skipa

Blængur NK er með hæst aflamark austfirskra skipa samkvæmt úthlutun Fiskistofu fyrir fiskveiðiárið 2017/18 sem hófst í síðustu viku.

Lesa meira

Bruninn eftirminnilegastur

„Alcoa Fjarðaál hefur fyrst og fremst fært okkur störf, en austfirskt samfélag þurfti svo sannarlega á þeim að halda,“ segir Smári Geirsson, fyrrverandi sveitarstjórnarmaður, í viðtali við þáttinn Að austan á N4, í tilefni tíu ára rekstrarafmæli fyrirtækisins.

Lesa meira

„Vissulega hefur þetta rask haft áhrif á skólastarfið“

Haustið 2016 voru fengnir sérfræðingar frá Eflu til að kanna hvort mygla gæti verið í elsta hluta skólahúsnæðis Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, en grunur lék á að í austasta hluta þess húsnæðis, sem að hluta er niðurgrafinn, væri mygla. Sá grunur reyndist réttur og myglusveppur fannst undir dúk í austustu kennslustofunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.