Aðhald skilar árangri í rekstri Djúpavogshrepps

Tæplega þrjátíu milljóna króna afgangur var á rekstri Djúpavogshrepps á síðasta ári. Árið áður var tæplega átta milljóna tap hjá sveitarfélaginu.


Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri, skýrir viðsnúninginn með aðhaldi í rekstri. Rekstrarkostnaður hafi dregist saman um rúm 9%. Þá hafi farmlög úr Jöfnunarsjóði hækkað.

Tekjur Djúpavogshrepps á síðasta ári voru tæpar 590 milljónir og hækka um 40 milljónir milli ára. Hrein rekstrargjöld voru 512 miljónir og standa í stað.

Fjögurra milljóna afgangur er af A-hluta, sem eru lögboðin verkefni fjármögnuð með skatttekjum samanborið við tæplega 28 milljóna tap árið áður. Laun og rekstrarkostnaður standa þar nánast í stað meðan framlög úr jöfnunarsjóði og útsvarstekjur hækka.

Fræðslu- og uppeldismál eru sem fyrr fyrirferðamesti málaflokkurinn en um helmingur útgjalda Djúpavogshrepps er á því sviði. Útgjöld þar hækka. Mesta hagræðingin er í sameiginlegum kostnaði, um níu milljónir.

Skuldaviðmið sveitarfélagsins er 91% sem er vel undir þeim kröfum sem gerðar eru til sveitarfélaga.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.