Orkumálinn 2024

„Vissulega hefur þetta rask haft áhrif á skólastarfið“

Haustið 2016 voru fengnir sérfræðingar frá Eflu til að kanna hvort mygla gæti verið í elsta hluta skólahúsnæðis Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, en grunur lék á að í austasta hluta þess húsnæðis, sem að hluta er niðurgrafinn, væri mygla. Sá grunur reyndist réttur og myglusveppur fannst undir dúk í austustu kennslustofunni.

Lesa meira

Ekki birgðirnar núna sem eru vandamálið heldur eftir sláturtíð

Forsvarsmenn sauðfjárbænda og sláturleyfishafa deila áhyggjum af þeim birgðum sem að líkindum verða til að lokinni sláturvertíð í haust. Þrátt fyrir birgðir eru dæmi um að kjöt hafi vantað í verslanir og að afurðastöðvar hafi ekki fengið keypt af öðrum.

Lesa meira

Frjálsíþróttir: Þrír Íslandsmeistaratitlar í hús

Austfirskir keppendur unnu til þrennra verðlauna og sex verðlauna alls á Íslandsmóti 15-22ja ára í frjálsíþróttum um helgina. Þjálfari hópsins segir að gaman hafi verið að fylgja samheldnum hópi eftir undanfarin ár.

Lesa meira

Hafnar því að búvörusamningurinn sé framleiðsluhvetjandi

Stjórnarmaður í Bændasamtökunum segir það ódýra skýringu að leita skýringa að vanda sauðfjárbænda í nýjum búfjársamningum. Það erfiðasta í samskiptum við ríkið sé að þar sé enginn vilji til að taka á aðsteðjandi birgðavanda.

Lesa meira

Skoða ódýrari leiðir í brúm og klæðningum

Samgönguráðherra hefur farið þess á leit við Vegagerðina að kanna hvort hægt sé að fara ódýrari leiðir til að fækka einbreiðum brúm á landinu og klæða malarkafla. Vegamálastjóri segir að ekki verði slegið af öryggiskröfum.

Lesa meira

Fyrsta wasabi uppskeran að verða klár

Fyrsta uppskeran af wasabi ræktun í gróðurhúsi Barra í Fellabæ er að verða tilbúin. Þegar hefur verið ákveðið að auka við ræktunina fyrir næsta ár.

Lesa meira

Hugsanleg útstöð frá Norður-Evrópu

„Ég vænti þess að hér verði miklu ríkari fundaflóra þegar yfir lýkur, sem setur þennan stað á stall með Hofstöðum í Mývatnssveit og Hrísbrú í Mosfellsdal, en þeir eru gjarnan nefndir höfðingjabýli og það er svona höfðingjalykt af þessu nú þegar,“ sagði Dr. Bjarni F. Einarsson um fornleifauppgröftinn í Stöð við Stöðvarfjörð í þættinum Að austan á N4.

Lesa meira

Ný flugstöð í Reykjavík á næsta ári?

Samgönguráðherra vonast til að byrjað verði að reisa nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli strax á næsta ári. Ekki sé endilega víst að ríkið verði framkvæmdaaðilinn.

Lesa meira

Vefverslun með austfirska vöruhönnun

„Núna sjö árum seinna fannst mér vera kominn tími á upplyftingu og breytingu,“ segir Ingunn Þráinsdóttir, um nýja vörumerkið sitt MOSI kósímosi og vefverslun því tengdu.

Lesa meira

Ungmenni á Vopnafirði vilja bæta íþróttaaðstöðuna

Sveitarstjórn Vopnafjarðahrepps tók fyrir á síðasta fundi sínum erindi frá ungmennum í bænum sem komu á framfæri hugmyndum um bætta aðstöðu og umgengni við íþróttamannvirki bæjarins. Sveitarstjórinn fagnar þeirri umhyggju sem þau sýna fyrir umhverfinu.

Lesa meira

Kosið milli tveggja í Hofsprestakalli

Tvær konur sóttu um stöðu sóknarprests í Hofsprestakalli en umsóknarfrestur rann út um miðja síðustu viku. Nýr prestur verður skipaður frá 15. október að undangengnum prestskosningum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.