Bílvelta í hálku á Fjarðarheiði

Bílvelta varð á Fjarðarheiði snemma í morgun. Krapi er víða á fjallvegum en umferð hefur að öðru leyti gengið áfallalaust það sem af er degi.

Lesa meira

„Spurning hvort Putin mæti ekki líka“

„Aðal vandræðin eru sú að fólk heldur að þetta sé bara eitthvað djók,“ segir Kristinn Jónasson á Eskifirði um aðkomu Valhallar að Rússneskum kvikmyndadögum á Íslandi.

Lesa meira

„Þetta er nokkurs konar hraðstefnumót“

„Þetta er mjög skemmtilegt framtak og frændur okkar Færeyingar vonast til þess að efla viðskiptasamband og samstarf fyrirtækja í Færeyjum og á Austurlandi,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, en Sendistofa Færeyja á Íslandi og Austurbrú standa fyrir fyrirtækjasýningu og viðskiptafundum með færeyskum fyrirtækjum á morgun, þriðjudag, í safnaðarheimili Reyðarfjarðakirkju.

Lesa meira

Landsnet með viðbúnað út af mögulegri ísingu

Landsnet sendi í morgun frá sér viðvörun um möguleg áhrif mikillar úrkomu og slyddu sem von er á í nótt á flutningskerfi raforku á Austurlandi. Vakt er á svæðinu en ekki er talið að veðrið hafi teljandi áhrif á kerfið.

Lesa meira

VÍS sameinar skrifstofur á Egilsstöðum og Reyðarfirði

Vátryggingafélag Íslands hefur ákveðið að sameina þjónustuskrifstofur sínar á Egilsstöðum og Reyðarfirði frá og með næstu mánaðarmótum. Breytingin er hluti af endurskipulagningu þjónustumiðstöðva VÍS.

Lesa meira

„Fólk kemur aftur og aftur“

„Námskeiðið er alltaf jafn vinsælt og fólk kemur allsstaðar að,“ segir Davíð Baldursson, sóknarprestur á Eskifirði, um gospelnámskeið sem nú er haldið í Tónleikamiðstöð Austurlands í sextánda skipti. Aðgangur er ókeypis á námskeiðið sem endar með glæsilegum tónleikum.

Lesa meira

Sjálfsagt að bændur á næstu bæjum nýti jarðirnar

Tveir danskir auðmenn, sem saman eiga fimm jarðir á Fljótsdalshéraði, hyggjast nýta eftirlaunaárin til að verja meiri tíma á Íslandi. Í samfloti við annan félaga eiga þeir hlut í sjöttu jörðinni í Breiðdal. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecth hefur nýverið keypt fjórar jarðir í Álftafirði.

Lesa meira

Í von um betri líðan og námsárangur

Fræðslunefnd Fjarðabyggðar hefur lagt til að nemendum verði bannað að koma með snjalltæki í skóla. Í umsögn skólastjórnenda í Fjarðabyggð um tillögu bæjarráðs segir að snjalltæki spili stóra rullu í kennslu og sveitarfélagið verði að tryggja öllum nemendum aðgang að slíkum tækjum til að bannið nái fram að ganga.

Lesa meira

„Snilldin felst í því að opna fyrir umræðuna“

„Við heyrum oft að fólk er með hugmyndir en veit ekki hvernig það á að bera sig að við að koma þeim á framfæri,“ segir Fanney Björk Friðriksdóttir, sem situr í menningarmálanefnd Vopnafjarðar, en nefndin biðlar nú til íbúa sveitarfélagsins að hugmyndum menningartengdum verkefnum til að framkvæma í bænum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.