Orkumálinn 2024

„Snilldin felst í því að opna fyrir umræðuna“

„Við heyrum oft að fólk er með hugmyndir en veit ekki hvernig það á að bera sig að við að koma þeim á framfæri,“ segir Fanney Björk Friðriksdóttir, sem situr í menningarmálanefnd Vopnafjarðar, en nefndin biðlar nú til íbúa sveitarfélagsins að hugmyndum menningartengdum verkefnum til að framkvæma í bænum.


„Við í nefndinni voru að ræða hvað við gætum gert, en það eru ekki alltaf allir ánægððir með það sem er gert og fannst okkur því tilvalið að gefa íbúum kost á því að koma með hugmyndir. Snilldin felst í því að opna fyrir umræðuna, að gefa öllum tækifæri til að leggja sitt til málanna.

Við einfaldlega spyrjum íbúa Vopnafjarðar að því hvaða verkefni á vegum menningarmálanefndar þeir vilja sjá á komandi árum. Við viljum standa fyrir viðburði fyrir fólk á öllum aldri. Við leggjum einnig áherslu á að þeir þurfi ekki að vera flóknir eða erfiðir í framkvæmd, til dæmis höfum við látið okkur detta í hug leiklistarnámskeið fyrir krakka, það er hægt að nýta það sem til er. Við tökum öllum hugmyndum fagnandi og hvetjum íbúa Vopnafjarðar til þess að leggja höfuðið í bleyti,“ segir Fanney Björk.

Hugmyndum er hægt að skila inn gegnum netföngin This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.