„Fólk kemur aftur og aftur“

„Námskeiðið er alltaf jafn vinsælt og fólk kemur allsstaðar að,“ segir Davíð Baldursson, sóknarprestur á Eskifirði, um gospelnámskeið sem nú er haldið í Tónleikamiðstöð Austurlands í sextánda skipti. Aðgangur er ókeypis á námskeiðið sem endar með glæsilegum tónleikum.


Námskeiðið hefst í kvöld, stendur til sunnudags og endar á tónleikum klukkan 16:00 á sunnudaginn. Stjórnandi er Óskar Einarsson, en hann hefur verið við stjórnvölinn frá upphafi.

„Óskar hefur alltaf verið með þetta námskeið og er orðið eina sinnar tegundar sem hann heldur á landsbyggðinni, en hér áður fyrr var hann með þau víðar. Óskar er alveg einstakur maður í sinni röð og mikill snillingur að öllu leiti,“ segir Davíð.

Undanfarin ár hafa að meðaltali um fimmtíu þátttakendur verið á námskeiðunum.„Ég á von á því að aðsóknin í ár verði mjög góð. Allir eru velkomnir en engin krafa er um söngkunnáttu og hingað til hefur þriðjungur þátttakenda aldrei sungið áður, en allir eiga það sammerkt að fara syngjandi af námskeiðinu. Helgin endar svo á glæsilegum tónleikum og það er gífurleg sjálfsstyrking fólgin í því að taka þátt í þeim. Fólk kemur aftur og aftur, á öllum aldri, frá fermingu og uppúr,“ segir Davíð. 

Að þessu sinni verður áherslan á gospel/soul söngva í anda Arethu Franklin. Skráning á námskeiðið fer fram gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar