Bílvelta í hálku á Fjarðarheiði

Bílvelta varð á Fjarðarheiði snemma í morgun. Krapi er víða á fjallvegum en umferð hefur að öðru leyti gengið áfallalaust það sem af er degi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu valt bifreiðin við Heiðarvatn á Fjarðarheiði um klukkan sjö í morgun. Ökumaður var einn í bílnum og var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað.

Aðstæður voru vondar í morgun, krapi á veginum og skyggni vont út af éljagangi.

Umferðin hefur að öðru leyti gengið ágætlega í morgun í fyrsta hreti haustsins enda fara bílstjórar hægt yfir. Krapi er enn á heiðinni en autt í hjólförum.

Mynd: Aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.