Fimm prestaköll sameinuð í eitt

Kirkjuþing samþykkti um liðna helgi að fimm austfirsk prestaköll verði sameinuð í eitt. Ekki er gert ráð fyrir að fjöldi presta sem þjóna svæðinu breytist.

Lesa meira

„Ég held að bragurinn yfir veiðunum sé góður í dag”

Aðeins helmingur þeirra sem sækjast eftir hreindýraveiðileyfi fá úthlutað, en ásóknin er mun meiri í tarfana en kýrnar. Þetta sagði Jóhann Guttormur Gunnarsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum í þættinum Að Austan á N4 í liðinni viku.

Lesa meira

Ekki fannst loðna í síðasta leitarleiðangri

Síðasta loðnuleitarleiðangri lauk í gærkvöldi þegar Polar Amaroq kom til hafnar í Reykjavík eftir rúmlega vikuferð umhverfis landið. Ekkert fannst neitt sem breytir stöðunni í loðnuveiðum.

Lesa meira

Fimmta mislingatilfellið staðfest

Veirufræðideild Landsspítala staðfesti seinni partinn í dag nýtt tilfelli af mislingasmiti. Þar með hafa fimm tilfelli verið staðfest frá 18. febrúar.

Lesa meira

Fleiri og fleiri meðvitaðri um hvaðan maturinn kemur

Fjölbreyttari kröfur neytenda geta skapað tækifæri fyrir austfirska matvælaframleiðendur um leið og þær veita matvöruverslunum aðhald. Búast má við áframhaldandi kröfum um að neytendur viti hvaðan maturinn þeirra kemur.

Lesa meira

Rúmar sjö milljónir til austfirskra safana

Fjögur austfirsk söfn fengu samanlagt 7,2 milljónir króna þegar úthlutað var úr safnasjóði fyrir skemmstu. Hæsti styrkurinn fór til Tækniminjasafns Austurlands.

Lesa meira

Mikilvægast að ná fyrst til þeirra sem aldrei hafa verið bólusettir

Opið er á heilsugæslustöðvum á Egilsstöðum og Eskifirði í kvöld og á morgun fyrir þá sem aldrei hafa verið bólusettir gegn mislingum. Sóttvarnalæknir biður fólk um að sýna þolinmæði og skilning gagnvart því að forgangsraða þurfi einstaklingum.

Lesa meira

Um 20 Austfirðingar í heimasóttkví

Um tuttugu Austfirðingar eru nú í heimasóttkví til að koma í veg fyrir útbreiðslu mislinga. Um sjö hundruð manns hafa verið bólusettir undanfarna daga.

Lesa meira

Þarf meira en hliðhollan ráðherra hverju sinni

„Það verður bara að fá það á hreint hvort Íslendingar vilja yfir höfuð að stundaður sé landbúnaður á Íslandi, við þær aðstæður sem við búum við hér á hjara veraldar,” sagði Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og sauðfjárbóndi á Héraði í þættinum Að austan á N4 í síðustu viku.

Lesa meira

Ríflega 500 Austfirðingar bólusettir um helgina

Ríflega 500 Austfirðingar komu um helgina í bólusetningu gegn mislingum á heilsugæslustöðvunum á Egilsstöðum og Eskifirði. Áfram er bólusett og eru þeir sem aldrei verið bólusettir í forgangi.

Lesa meira

Informacje na temat szczepień we wschodniej Islandii

Piątek, 8 marca 2019:
Wszystkie osoby powyżej 6 miesiąca życia i urodzone po roku 1970, które nie zostały zaszczepione, są zachęcane do udziału w szczepieniu. Zaszczepione w Egilsstadir i Eskifjörður dzisiaj, w piątek 8 marca, od 15: 00 do 20: 00.
Osoby, które uważają, że miały kontakt z zakażoną osobą, proszone są o zaszczepienie dzisiaj o 20: 00-21: 00.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.