Orkumálinn 2024

Fimm prestaköll sameinuð í eitt

Kirkjuþing samþykkti um liðna helgi að fimm austfirsk prestaköll verði sameinuð í eitt. Ekki er gert ráð fyrir að fjöldi presta sem þjóna svæðinu breytist.

Samkvæmt samþykktinni verða Djúpavogs-, Heydala-, Kolfreyjustaðar-, Eskifjarðar- og Norðfjarðarprestaköll í Austurlandsprófastsdæmi sameinuð í eitt prestakall sem mun bera heitið Austfjarða-prestakall.

Sameinigin tekur gildi við starfslok núverandi sóknarpresta. Ekki hefur verið gert ráð fyrir breyting verði á sóknum innan prestakallsins né breytingu á prestssetrum sem eru á Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og Heydölum í Breiðdal. Áður hafði verið ákveðið að prestssetrin á Norðfirði og Eskifirði yrðu lögð niður við starfslok sóknarpresta þar.

Breytingin er hluti af breyttri skipan á landsvísu þar sem einmenningsprestaköllum hefur verið fækkað.

Í prestakallinu búa um 5.400 manns. Gert er ráð fyrir að þar þjóni einn sóknarprestur og fjórir prestar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.