Nei eða já 26. október

Samstarfsnefnd um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi hefur lagt til að kosið verði um sameininguna í lok október. Mikil vinna hefur verið lögð í að greina framtíðarhorfur nýs sveitarfélags í fjármálum.

Lesa meira

HSA hlýtur jafnlaunavottun fyrst allra heilbrigðisstofnana hérlendis

„Það er algjört réttlætismál og sjálssögð krafa að greidd séu sömu laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Nú hefur Heilbrigðisstofnun Austurlands fengið vottun þess efnis og erum við öll afar stolt af henni,” segir Guðjón Hauksson forstjóri HSA, sem hefur nú fyrst allra heilbrigðisstofnana á Íslandi, hlotið jafnlaunavottun.

Lesa meira

Eitt skrefið í að fjarlægja vinnubúðirnar

Áhugasömum kaupendum gefst tækifæri á að skoða þær einingar sem standa eftir af vinnubúðunum sem reistar voru fyrir starfsmenn sem byggðu álverið á Reyðarfirði á sunnudag. Unnið er að því að fjarlægja búðirnar.

Lesa meira

Hætt við enn frekari skerðingu þjónustu hjá sýslumanni

Útlit er fyrir á enn frekari skerðingu þjónustu sýslumannsins á Austurlandi ef ekki verður brugðist við fjárhagsvanda embættisins. Bæjarfulltrúar á Fljótsdalshéraði segja ríkið brjóta lög með að standa ekki undir þjónustu og benda á að ekki hafi verið staðið við fyrirheit sem gefin voru við sameiningu sýslumannsembætta árið 2015.

Lesa meira

Fljótsdalshérað komið undir 150% skuldaviðmiðið

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur náð lögbundnu viðmiðið um að skuldir séu ekki meira en 150% af tekjum ári fyrr en áætlað var. Bæjarstjórinn segir ánægjulegt að hafa náð settu marki en áfram þurfi að gæta aðhalds í rekstri.

Lesa meira

Vitlaust gefið við sameiningu sýslumannsembætta

Ekki var nógu vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi sameiningar embætta sýslumanna árið 2015 og launakostnaður gróflega vanmetinn. Þetta hefur meðal annars bitnað illa á sýslumanninum á Austurlandi þar sem eigið fé var neikvætt um 30 milljónir þremur árum eftir sameininguna.

Lesa meira

Verkefni Alþingis að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar

Alþingi þarf að tryggja samkeppnishæfni byggða með að tryggja bæði að nauðsynlegustu innviðir séu til staðar og að setið sé við sama borð í möguleikum á nýtingu þeirra. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og blikur í efnahagsmálum var meðal þess sem rætt var eldhúsdagsumræðum á Alþingi á þriðjudag.

Lesa meira

Viðurkenning fyrir náttúruvernd á Víknaslóðum

Stjórn Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) veitti Ferðafélagi Fljótsdalshérað og Ferðamálahópi Borgarfjarðar nýverið umhverfisviðurkenningu samtakanna. Viðurkenningin er veitt fyrir að setja umhverfi og náttúru Víknaslóða í forgang með landvörslu og úttekt á svæðinu með verndarsjónarmið í huga.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.