Eitt skrefið í að fjarlægja vinnubúðirnar

Áhugasömum kaupendum gefst tækifæri á að skoða þær einingar sem standa eftir af vinnubúðunum sem reistar voru fyrir starfsmenn sem byggðu álverið á Reyðarfirði á sunnudag. Unnið er að því að fjarlægja búðirnar.

„Þetta er eitt skrefið í að losa þær eignir sem eftir eru,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls.

Búðirnar áttu upphaflega að víkja þegar álverið var risið en stöðuleyfi hefur ítrekað verið endurnýjað þar sem illa hefur gengið að ganga frá svæðinu.

Í fyrra var samið við ÞS verktaka um að hreinsa svæðið og hefur verið unnið í því nú í vor. Eitt skrefið í hreinsunarferlinu er að selja þær eignir sem teljast nýtilegar.

Það er í umsjá fasteignasölunnar Inni sem bæði hefur sett upp sérstaka vefsíðu um búðirnar og verður með opið hús milli klukkan 13 og 17 á sunnudag.

Dagmar segir stefnt að því að hreinsa eins mikið og hægt er til á svæðinu á þessu ári, en ekki er ljóst hvort takist að ganga frá því að fullu í ár. Unnið sé í samvinnu við sveitarfélagið og miði vel.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.