Öllum áramótabrennum aflýst í Múlaþingi

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur öllum áramótabrennum verið aflýst í Múlaþingi. Flugeldasýningar í samstarfi við björgunarsveitir verða haldnar á Djúpavogi og á Egilsstöðum.

Lesa meira

65.000 rúmmetrar af efni komu niður

Áætlað er að 65.000 rúmmetrar af efni hafi runnið úr hlíðinni utan við Búðará í stóru skriðunni sem féll á Seyðisfjörð þann 18. desember síðastliðinn.

Lesa meira

Ákvörðun um frekari rýmingu á Seyðisfirði í kvöld

Veðurstofan er nú við mælingar og vettvangsskoðun í hlíðum Seyðisfjarðar. Gert er ráð fyrir að unnið verði úr þeim gögnum í dag og niðurstaða liggi fyrir síðar í dag eða í kvöld.

Lesa meira

Búið að ryðja að Silfurhöllinni

Búið er að ryðja Hafnargötu, veginn út í gegnum Seyðisfjörð, að húsinu sem áður stóð á lóð númer 28 og kallaðist Silfurhöllin. Þar þykknar skriðan.

Lesa meira

Bólusetning hafin á Austurlandi

Þórarinn Baldursson, læknir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, varð á hádegi fyrstur Austfirðingur til að vera bólusettur gegn Covid-19 veirunni.

Lesa meira

Mælingar auknar verulega á næstunni

Mælingar á jarðhreyfingum í Botnum, ofan byggðarinnar í norðanverðum Seyðisfirði, verða auknar verulega á næstunni. Fylgst er náið með svæði utan við stóru skriðuna sem féll 18. desember sem litlu virðist muna að hafi komið niður um leið.

Lesa meira

Líst ljómandi vel á loðnuleitartúrinn

Daði Þorsteinsson skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni SU segir að sér lítist ljómandi vel á loðnuleitartúrinn sem skipið fer í strax eftir áramótin.

Lesa meira

Fyrsta áfanga bólusetningar lýkur á morgun

Bólusetning hófst á Austurlandi í dag. Allir íbúar hjúkrunarheimila verða bólusettir í þessari fyrstu umferð auk nokkurra aldraðra utan heimilanna, allt eftir reglum og skipulagi þar um. Þá eru framlínustarfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands í forgangshópi. Gert er ráð fyrir að bólusetningu í þessum fyrsta áfanga ljúki á morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar