Hættustigi og rýmingu aflétt á Seyðisfirði

Hættustigi og þar með rýmingu vegna hættu á ofanflóðum á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Óvissustigi á Austurlandi hefur einnig verið aflétt. Hlíðin í sunnanverðum firðinum þoldi álag síðustu daga vel og úr þeim hefur fengist dýrmæt reynsla.

Lesa meira

Landsbankinn flytur á Djúpavogi

Afgreiðsla Landsbankans á Djúpavogi hefur tekið til starfa í verslunar- og þjónustukjarnanum að Búlandi 1.

 

Lesa meira

Auglýsa íbúðir til leigu á Borgarfirði eystri

Sveitarfélagið Múlaþing auglýsir til leigu íbúðarhúsnæði á Borgarfirði eystri. Um er að ræða íbúðir í nýbyggðu parhúsunum Lækjarbrún og Lækjargrund. Í hvoru húsi eru tvær íbúðir, önnur tveggja herbergja 55,3 m2 og hin þriggja herbergja 68,4 m2.

Lesa meira

Rýmt í varúðarskyni á Seyðisfirði í kvöld

Ákveðið hefur verið að rýma öll hús við Botnahlíð, Fossgötu og gamla Austurveg á Seyðisfirði, auk húsa við Hafnargötu, Múlaveg og Baugsveg, í kvöld vegna hættu á aurskriðum. Enn er verið að læra á hvað hlíðin fyrir ofan sunnanverðan bæinn þolir eftir skriðuföllin þar um miðjan desember.

Lesa meira

Glóð opnar fyrir rómantískan konudag

Veitingastaðurinn Glóð á Egilsstöðum mun hafa opið á laugardag- og sunnudagskvöld í tilefni konudagsins í ár. Boðið er upp á veglegan kvöldverð. Um er að ræða einstaka opnun en stefnt er að því að opna Glóð að fullu aftur í apríl eða fyrr.

Lesa meira

Múlaþing kaupir minnismerki um Hans Jónatan

Byggðaráð Múlaþing hefur samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupum á minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan, að fenginni staðfestingu á fyrirhuguðum framlögum frá forsætisráðuneyti og laxeldisfyrirtæki.


Lesa meira

Níu í framboði hjá Framsókn

Níu einstaklingar gefa kost á sér í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í september. Tveir berjast um fyrsta sætið.

Lesa meira

Börkur með 1100 tonn, hrognafyllingin komin í 17%

Börkur NK kom til Neskaupstaðar í morgun með 1100 tonn af loðnu. Hrognafyllingin var 17% í þessari loðnu sem telja verður mjög gott. Eins og kunnugt er af fréttum er lágmarkskrafan 13% fyrir japönsku kaupendurnar.

Lesa meira

Sendi 250 sleikipinna í grunnskólann vegna öskudags

Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir hárgreiðslumeistari á Reyðarfirði brá á það ráð að senda 250 sleikipinna í grunnskóla bæjarins fyrir öskudaginn sem er í dag. Þetta gerði hún vegna þeirra sóttvarna sem eru í gildi.


Lesa meira

Óhjákvæmilegt að byggðasamlögum fækki með sameiningu sveitarfélaga

Sveitarfélögin á Austurlandi undirbúa yfirtöku á þjónustu Skólaskrifstofu Austurlands frá og með upphafi næsta skólaárs. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir óhjákvæmilegt að byggðasamlögum fækki um leið og sveitarfélögin sem að þeim standa sameinast.

Lesa meira

Yfir 470 skammtar af bóluefni austur

Ríflega 470 skammtar af bóluefni við Covid-19 veirunni bárust Heilbrigðisstofnun Austurlands í morgun. Þetta er stærsta sendingin efnisins sem stofnuninni hefur borist til þessa.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar