Auglýsa íbúðir til leigu á Borgarfirði eystri

Sveitarfélagið Múlaþing auglýsir til leigu íbúðarhúsnæði á Borgarfirði eystri. Um er að ræða íbúðir í nýbyggðu parhúsunum Lækjarbrún og Lækjargrund. Í hvoru húsi eru tvær íbúðir, önnur tveggja herbergja 55,3 m2 og hin þriggja herbergja 68,4 m2.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að leiga er áætluð 90.000 kr á mánuði í þeim minni og 110.000 kr á mánuði í þeim stærri. Orkunotkun er ekki innifalin í leiguverðil. Í hvoru húsi er ein varmadæla og mun kyndikostnaður skiptast á milli íbúða eftir stærð.

Heimastjórn Borgarfjarðar mun útdeila íbúðunum í samræmi við reglur sveitarfélagsins á fundi sínum í fyrstu viku marsmánaðar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í íbúðirnar snemma í mars þótt utanhússfrágangi verði ekki lokið.

Jafnframt auglýsir sveitarfélagið til útleigu íbúðina Ásbrún 2 sem er nú þegar laus.

Skilafrestur umsókna er til og með 2. mars. Reglur sveitarfélagsins um úthlutun á leiguhúsnæði í eigu Múlaþings (aðrar en félagslegar íbúðir) má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins. Umsækjendum íbúða Lækjarbrúnar og Lækjargrundar er bent á að skattframtal síðasta árs þarf að fylgja umsókn, að því er segir á vefsíðunni.

Mynd: mulathing.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.