Rýming á Seyðisfirði endurmetin í hádeginu

Rýming á Seyðisfirði verður endurmetin í hádeginu. Eins og kunnug er af fréttum voru tæplega 50 hús með um 100 íbúum rýmd í gærkvöldi.

Á vefsíðu lögreglunnar segir að ekki hafa borist frétttir af skriðuföllum á Austfjörðum í gær eða nótt. Úrkomumælingar á Seyðisfirði sýna samtals 40-45 mm síðan í gærkvöldi, úrkoman fór upp í 6-7 mm/klst síðla nætur og nú í morgun.

Heildarúrkoma síðan á sunnudag er komin í um 90-110 mm á sjálfvirku veðurstöðvunum þremur í firðinum. Nokkru meiri úrkoma mældist á veðurstöðvum sunnar á fjörðunum, Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Neskaupstað. Engin marktæk hreyfing á jarðlögum í hlíðinni hefur mælst í nótt.

Um hádegi ætti að stytta upp að mestu á Austfjörðum en í kvöld kemur annar úrkomubakki upp að ströndinni sem verður líklega slydda eða snjókoma. Rýming á Seyðisfirði verður endurmetin um hádegisbil.

Mynd. Lögreglan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.