Yfir 470 skammtar af bóluefni austur

Ríflega 470 skammtar af bóluefni við Covid-19 veirunni bárust Heilbrigðisstofnun Austurlands í morgun. Þetta er stærsta sendingin efnisins sem stofnuninni hefur borist til þessa.

Af bóluefni Pfizer/BioNTech bárust 37 glös eða 22 skammtar. Þorri þeirra, eða 201 skammtur, fara til viðbragðsaðila og eldri borgara sem fá nú sinn seinni skammt. Þá fær 21 eldri borgari sína fyrstu bólusetningu.

Að auki fékk stofnunin 250 skammta af efni AstraZeneca. Þeir verða notaðir til að bólusetja starfsmenn hjúkrunarheimila, sambýla og heimahjúkrunar.

Að sögn Nínu Hrannar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá HSA, verður lokið við bólusetningu með efni Pfizer á fimmtudag en í næstu viku með efni AstraZeneca.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.