Múlaþing kaupir minnismerki um Hans Jónatan

Byggðaráð Múlaþing hefur samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupum á minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan, að fenginni staðfestingu á fyrirhuguðum framlögum frá forsætisráðuneyti og laxeldisfyrirtæki.


Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta fundi byggðaráðs. Þar segir að á fundinum lá fyrir erindi frá Vilhjálmi Bjarnasyni þar sem fram kemur m.a. að gert sé ráð fyrir því að Múlaþing kaupi minnismerkið um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan, af listamanninum, Sigurði Guðmundssyni.

„Á móti kaupverði, kr. 6.000.000,-, komi styrkur frá, annars vegar, forsætisráðuneyti upp á kr. 4.000.000,- og, hins vegar, laxaeldisfyrirtæki um það sem á vantar. Múlaþing mun sjá um kostnað við undirstöðu og frágang,“ segir í samþykktinni.

Hans Jónatan (1784–1827) var hörundsdökkur þræll sem fæddist á St. Croix í Karíbahafi. Hann settist að á Djúpavogi árið 1802 og giftist Katrínu Antoníusdóttur frá Hálsi. Afkomendur þeirra í dag erum um 1000 talsins. . Hann var verslunarstjóri hjá Ørum og Wulff á Djúpavogi 1818–1827.

Gerð var kvikmynd um ævi Hans Jónatans fyrir nokkrum árum sem byggð var á var bók Gísla Pálssonar mannfræðings „Maðurinn sem stal sjálfum sér“ 

Mynd: Úr kvikmyndinni sem gerð var um ævi Hans Jónatans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.