Níu í framboði hjá Framsókn

Níu einstaklingar gefa kost á sér í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í september. Tveir berjast um fyrsta sætið.

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður frá Fáskrúðsfirði og Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi á Akureyri, sækjast báðar eftir fyrsta sætinu. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst er útlit fyrir harða baráttu um sætið.

Kjörskrá lokaði 30. janúar. Póstkosningin hefst 1. mars og stendur út mánuðinn. Kosið er um sex efstu sætin.

Í framboði eru:

Ingibjörg Ólöf Ísaksen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Akureyri – sækist eftir 1. sæti.
Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Fáskrúðsfirði – sækist eftir 1. sæti.
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri, Fjarðabyggð – sækist eftir 2. sæti.
Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og varaþingmaður, Grýtubakkahreppi – sækist eftir 2. sæti.
Helgi Héðinsson, oddviti, Skútustaðahreppi – sækist eftir 2.-3. sæti.
Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi, Kelduhverfi – sækist eftir 2.-4. sæti.
Karítas Ríkharðsdóttir, blaðamaður, Raufarhöfn – sækist eftir 3.-4. sæti.
Halldóra Hauksdóttir, lögmaður, Akureyri – sækist eftir 4.-6. sæti.
Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur, Egilsstöðum – sækist eftir 4.-6. sæti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.