Rýmt í varúðarskyni á Seyðisfirði í kvöld

Ákveðið hefur verið að rýma öll hús við Botnahlíð, Fossgötu og gamla Austurveg á Seyðisfirði, auk húsa við Hafnargötu, Múlaveg og Baugsveg, í kvöld vegna hættu á aurskriðum. Enn er verið að læra á hvað hlíðin fyrir ofan sunnanverðan bæinn þolir eftir skriðuföllin þar um miðjan desember.

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna úrkomuspár á Austfjörðum í nótt. Spáð er austan- og norðaustanátt og búist við að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði geti jafnvel orðið yfir 60 mm. Hún bætist við 70 mm úrkomu og leysingar frá því á laugardag. Hlýtt hefur verið í veðri síðustu daga og talsverð leysing síðan um helgina.

Lítilsháttar skúrir hafa verið á Seyðisfirði í dag en búist er við mestri ákefð í úrkomunni frá klukkan 18-24 í kvöld. Rýmingunni á að vera lokið fyrir klukkan 19:00.

Í tilkynningu segir að rýmingin sé í varúðarskyni þar sem enn sé óvissa um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir hamfarirnar í desember og hvernig jarðlögin þar bregðist við ákafri úrkomu.

Rýmt er til að byrja með við minni rigningu og/eða leysingu en áður, þar til meiri reynsla fæst á stöðugleika hlíðarinnar. Þessi reynsla fæst með því að fylgjast með því hvernig jarðlög bregðast við úrkomu í kjölfar skriðuhrinunnar í desember og einnig er verið að byggja upp reynslu á túlkun gagna úr nýjum mælitækjum.

Staða rýmingar verður endurmetin á morgun, en búist er við hægt kólnandi veðri á miðvikudag og á fimmtudag verður aftur komið frost til fjalla.

Fjöldahjálparstöðin í Herðubreið verður opin eins og þörf þykir. Þjónustumiðstöð almannavarna verður áfram opin í Herðubreið á Seyðisfirði en einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hringja í 839 9931 utan opnunartíma.

Eftirtalin hús eru rýmd:
Öll hús við Botnahlíð
Múlavegur 37
Baugsvegur 5
Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56.
Fossgata 4, 5 og 7
Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.