34 Veggöng á Austurlandi til eflingar byggðar.

Stóri nafarinn er kominn.

Morgunblaðið birti 14. maí 1985 grein þar sem Sigurður Gunnarsson, þá sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði, fjallaði um veggöng milli Fáskrúðfjarðar og Reyðarfjarðar undir yfirskriftinni “Hlauptu heim og sæktu stóra nafar föður þíns”.  Nú 18 árum síðar hefur Sigurði og öðrum austfirðingum orðið að ósk sinni, verið er að gera veggöng milli fjarðanna með hinum hefðbundna “stóra nafar” þ.e. borun og sprengingum.   En nú er fyrst hinn eiginlegi “stóri nafar” kominn, jarðgangabor Impregilo, einn af þremur til að bora aðkomu- og aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar.

Lesa meira

36 Brýnasta hagsmunamál Austfirðinga.

Það er ljóst , að þær framkvæmdir við virkjanir og álver í Reyðarfirði sem ýmist eru hafnar eða í undirbúningi , kalla á aukna uppbyggingu á ýmsum sviðum. Má þar nefna skólamál , félagsmál , heilbrigðismál og reyndar líka ferðamál.

 

Lesa meira

12a Aðalfundur 27 nóvember, 2004

Laugardaginn 27. nóvember 2004 var haldinn aðalfundur í Samgöng.
Fundurinn var haldinn á Hótel Héraði og hófst kl. 14:10.

Formaður Guðrún Katrín Árnadóttir setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Gengið var til dagskrár.

Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra
2. Kosning ritara
3. Skýrsla stjórnar/formanns
4. Reikningar félagsins
• Afgreiðsla reikninga
5. Kosning stjórnar
6. Önnur mál

1. Kristinn V. Jóhannsson var kosinn fundarstjóri.
2. Hrafnkell A. Jónsson var kosinn ritari.
3. Guðrún Katrín flutti skýrslu stjórnar
4. Kristinn V. Jóhannsson skýrði reikninga félagsins.

3.Skýrsla stjórnar

Þetta er annar aðalfundur SAMGÖNG , sá fyrsti  var haldinn á Hótel Héraði 4. okt. 2003

Frá síðasta aðalfundi hefur stjórnin haldið 5 fundi, en auk þess hefur
verið mikið um samstarf í síma því stjórnarmenn bjuggu dreift og samgöngur ekki eins og best væri á kosið!!
Þingmönnum var skrifað bréf, einnig Háskólum og fyrirtækjum á Mið -
Austurlandi.

Á síðasta stjórnarfundi var samþykkt ályktun, sem send var Þróunarstofu, en í ályktuninni var farið fram á að Þróunarstofa standi fyrir fundi um
samgöngumál á Austurlandi í ljósi þeirrar uppbyggingar sem nú  er
hér fyrir austan.

Eftir síðasta fund og einnig í lok síðasta árs fylltist maður bjartsýni um
að nú væru hjólin farin að snúast. Byggðastofnun hafði samþykkt að fara í úttekt á þeim jarðgangakostum, sem við höfum beint sjónum okkar að í
samvinnu við Vegagerðina og Háskólann á Akureyri.

Í des, 2003 samþykkti samgöngunefnd SSA  ályktun um að láta gera
alhliða úttekt á jarðgangakostum á Austurlandi og var sú ályktum
samþykkt á aðalfundi SSA nú í haust.

Síðan þessi atburðarás fór af stað hefur því miður lítið gerst.
Byggðastofnun heldur að sér höndum og virðist ekki hafa mikinn áhuga á
þessari samþykkt.

Eins og áður segir skrifaði stjórn SAMGÖNG þingmönnum kjördæmisins bréf í  mars þar sem bent var á þann möguleika að bora göng í stað þess að sprengja, í þessu bréfi voru einnig raktar nokkrar forsendur fyrir nauðsyn þessara ganga.

Í bréfi SAMGÖNG til fyrirtækja á  Mið - Austurlandi voru markmið samtakanna kynnt, bent á mikilvægi bættra samganga fyrir fyrirtækin og óskað eftir stuðningi við SAMGÖNG.  Sá stuðningur getur að sjálfsögðu
falist í því að ýta á stjórnvöld að fara strax í umrædda úttekt, sem við
teljum forsendu áframhaldandi vinnu, en einnig  geta þau stutt okkur með
fjárframlögum því þó stjórnarmenn vinni allt sitt starf í sjálfboðavinnu, fellur alltaf til kostnaður við fundahöld, prentun , gerð gagna osfr.

Í bréfinu til háskólanna var sérstaklega verið að benda námsfólki á þessar
hugmyndir sem verkefni í lokaritgerð.


Frá því að samtökin voru stofnuð hafa skipst á skin og skúrir.
 Stundum upplifir maður þetta sem vonlausa baráttu, en samt er eitthvað sem rekur mann áfram. Og ef maður skoðar umræðuna eins og hún er í dag, þá er það skoðun mín að hún væri yfirhöfuð ekki í gangi, ef þessara samtaka nyti ekki við.
Segja má að við höfum ýtt bátnum úr vör, en nú er hann ferðlítill, okkur
vantar fleiri til að róa honum út úr höfninni.

Það þarf meiri kraft og meiri þrýsting á stjórnvöld  en SAMGÖNG ein geta veitt. Við verðum að leggjast á árarnar saman; áhugafólk, fyrirtæki og sveitarstjórnarmenn til að koma  stjórnvöldum í skilning um  að
bættar samgöngur með jarðgangagerð eru stærsta hagsmunamál okkar allra.

Það verk sem hafið er í sambandi við atvinnuuppbyggingu hér á austurlandi, er ekki nema hálfnað verk. Stjórnvöld þurfa að ljúka þessu verki ef byggðir á Mið – Austurlandi eiga að blómstra og það gerist ekki nema með því að tengja þær saman með jarðgöngum.


4. Rekstrarreikningur

Tekjur     105.036.-
Gjöld           84.757.-
Tekjur umfram gjöld 20.279.-
Efnaghagsreikningur
Skuldir                                0.-
Eignir              20.279.-

Umræður urðu um skýrslu og reikninga.  Til máls tóku:  Tryggvi Harðarson, Einar Már Sigurðarson,  Guðmundur Karl Jónsson, Snorri Emilsson,  Guðrún Katrín Árnadóttir, Sigfús Vilhjálmsson og Sveinn Jónsson.
Skýrsla var tekin út af dagskrá. 
Ársreikningur var borinn upp og samþykktur samhljóða.

5. kosning stjórnar
Fundarstjóri lagði fram tillögu að nýrri stjórn.  Tillagan var samþykkt samhljóða. 

Eftirfarandi sitja í stjórninni:
Guðrún Katrín Árnadóttir
Kristinn V. Jóhannsson
Sveinn Sigurbjarnarson
Sigfús Vilhjálmsson
Jörundur Ragnarsson
Jónas Hallgrímsson
Sveinn Jónsson

6. Önnur mál
Undir þessum lið tóku til máls:
Sigurður Gunnarsson, sem ræddi framtíðarsýn á jarðgangagerð.  Hann taldi ljóst að vegna byggðaþróunar yrði að hefjast handa nú þegar annars myndi innan áratugs blasa við fólksfækkun.  Þá vék Sigurður að svari samgönguráðrherra við fyrirspurn sem Hilmar Gunnlaugsson varaþingmaður bar fram á Alþingi um notkun á risabor til jarðgangagerðar.  Sigurður gagnrýndi svar ráðherr og taldi það einkennast af viðteknu þekkingarleysi á heilborun. 
Miklar umræður urðu síðan um framtíðaráform í jarðgangagerð.
Sveinn Jónsson tók til máls og ræddi m.a. þær framkvæmdir, sem verið er aða vinna með jarðborum við Kárahnjúka.  Sveinn benti á að víða væri veriða að vinna með sömu tækni og við Kárahnjúka.  Þar væri rétt að líta til frekar en að láta mistök við Kárahnjúka hræða okkur frá að nýta þessa tækni til vegagerðar.
Einar Már og Tryggvi Harðarson lögðu áherslu á að náð yrði samstöðu um jarðgangagerð.  Þar lægi undir framtíð Austurlands.
Að umræðum loknum kl. 16:50 sleit Guðrún Katrín fundi.
Hrafnkell A. Jónsson
Ritari.

 

35 Jarðgöng á Mið – Austurlandi.

Fyrir rúmlega 20 árum var mikil umræða meðal sveitastjórnarmanna á Austurlandi um að gera jarðgöng með það að markmiði  að rjúfa vetrareinangrun.  Upphafsmenn þessarar umræðu  voru  Jónas Hallgrímsson þá bæjarstjóri á Seyðisfirði og Logi Kristjánsson þá bæjarstóri á Neskaupsstað. Margar hugmyndir voru inn í myndinni, en eftir umfjöllun í jarðganganefnd var talið raunhæfast að gera T-göng  frá Seyðisfirði til Neskaupsstaðar gegnum Mjóafjörð og frá Mjóafirði upp í Eyvindardal og tengjast þannig Héraði.

 

 

Lesa meira

29 Mikið eru þið sniðug

Mikið eru þið sniðug fyrir austan, sagði vinkona mín hér á Húsvík  þegar ég sagði henni hvað hefði verið gaman fyrir austan á  Degi myrkurs og afmæli Hugins.

Já; það eru margir jákvæðir hlutir að gerast á Seyðisfirði,  hótelrými að aukast, fiskvinnsla að hefjast á nýjan leik og ferjusiglingar fyrirhugaðar   allt árið vonandi til frambúðar.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða áhrif þær siglingar geta haft á bæinn okkar.  Við eigum gott skíðaland sem  hægt er að auglýsa sem valkost fyrir ferðamenn,  góð hótel og síðast en ekki síst fallegan bæ umlukinn náttúruperlum.

Lesa meira

08a Aðalfundur 4 október, 2003

1. aðalfundur SAMGÖNG  04.,10. 2003 var haldinn. 
 Fundurinn var haldinn á Hótel Héraði Egilsstöðum og hófst kl. 16:00.


Dagskrá.

1. Kosning fundarstjóra
2. Kosning ritara
3. Skýrsla formanns
4. Reikningar félagsins
-Afgreiðsla reikninga
5. Kosning stjórnar
6. Önnur mál.

           Gengið var til dagskrá:

1. Fundarstjóri var kosinn Kristinn V. Jóhannsson.
2. Ritari var kosinn Hrafnkell A. Jónsson.
3. Formaður Guðrún Katrín Árnadóttir flutti skýrslu stjórnar. 

Skýrsla stjórnar

 Stofnfundurinn var haldinn á  Mjóafirði 29. Júní 2002 Stofnfélagar eru rúmlega 50 talsins

Í framhaldinu var talað  við þingmenn Austurlandskjördæmis á SSA þingi,  23. ágúst 2002
Þingmenn tóku okkur vel  og vorum við almennt ánægð með þann fund.

Sendum sveitastjórnum Fjarðarbyggðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs  bréf þar sem óskað var eftir stuðningi og fjárstyrk.
Við fengum styrk frá Fjarðarbyggð, Mjófirði og Seyðisfjarðakaupstað. Sveitastjórn Héraðs hafnaði beiðni okkar um styrk.

Við sendum  Byggðastofnun bréf þar sem við bentum á nauðsyn þess að gert yrði nýtt arðsemismat á göngunum, þar sem félagsleg áhrif ganganna yrði tekið með í þá útreikninga. ( ekkert svar barst frá Byggðastofnun )

Skrifuðum bæjarstjórnum  Fjarðarbyggðar og Seyðisfjarðar bréf  og óskuðum eftir því að þau sveitarfélög færu fram á þessa úttekt við Byggðastofnun. ( sem þau gerðu )

Byggðastofnun hefur fallist á að vinna þetta mál í samstarfi við Háskólan og Vegagerðina,  að því er mér skilst á Tryggva bæjarstjóra á Seyðisfirði. Málið er sem sagt í vinnslu

Sendum tveim til  þrem efstu frambjóðendum á öllum listum í síðustu Alþingiskosningum kort af göngunum ásamt bréfi um vegalengdir o.fl., þar sem við bentum á nauðsyn þessara ganga fyrir Austurland.

Létum gera 800 eintök af korti með mynd af göngunum  og hagnýtum upplýsingum,  s.s.  vegalengdir, styttingar o.fl.
Til   prentunar á    kortunum  fengum við styrk hjá nokkrum fyrirtækjum þ.e. Samvinnufélag Útgerðarmanna á  Neskaupsstað, Gullberg h/f,   Austfar ehf  og  Stálstjörnum á Seyðisfirði.

Sendum þessi kort til allra þingmanna, og sveitastjórna innan SSA. Einnig dreifðum við þeim á ýmsa opinbera staði til fyrirtækja og stofnana bæði hér á Austurlandi og víðar á landinu. M.a. til skrifstofa Inpregilo og Alcoa  á Íslandi.


Fyrir síðustu Alþingiskosningar fórum við í söfnun félaga og eru þeir á bilinu 500 – 600.
Í upphafi tókum við þá ákvörðun að innheimta engin  gjöld af félagsmönnum en  fara frekar þá leið að afla fjár hjá sveitafélögum og fyrirtækjum  þegar við höfum þurft á peningum að halda.
 Hugmyndin var að koma félagaskránni í tölvutækt form, þannig að hægt væri að senda félagsmönnum tölvupóst, en þar sem í því er fólgin  mjög mikil vinna þá féllum við frá þeirri ákvörðun en  höfum í staðinn  bent fólki á að skoða vefsíðuna okkar sem er vistuð undir heimasíðu Seyðisfjarðarkaupsstaðar.
 Á annað þúsund manns 16 ára og eldri hafa skrifað undir undirskriftarsöfnunina sem hefur eingöngu farið  fram í Fjarðarbyggð, á Seyðisfirði, Egilsstöðum , Fáskrúðsfirði og Mjóafirði. Undirskriftarsöfnunin  stendur enn yfir.

 Stjórnarmenn hafa skrifað fjölda greina sem birtst hafa  í fjölmiðlum og eru allar   á heimasíðu samtakanna. Þar eru einnig fundargerðir og erindi sem flutt hafa verið.
Stjórnin hefur komið saman 7 sinnum eða að meðaltali annan hvern mánuð og að auki  haldið óformlega fundi gegnum internetið og síma.


4, Gjaldkeri Jörundur Ragnarsson lagði fram reikninga fyrir tímabilið 29. júlí

             2002 til 31. ágúst 2003. 
             Tekjur voru kr. 105.000,-.
            Gjöld  kr. 66.346,-. 
Tekjuafgangur sem jafnframt er eign félagsins 31. ágúst 2003 kr. 38. 654,-

Jörundur skýrði reikningana og gerði grein fyrir fjárhag SAMGÖNG.  Engin félagsgjöld eru í félaginu en rekstur þess fjármagnaður með framlögum frá sveitarfélögum og fyrirtækjum.
Framlög hafa borist frá þremur sveitarfélögum:
Seyðisfirði 30.000,-
Fjarðabyggð 50.000,-
Mjóafirði 25.000,-
Nokkur fyrirtæki hafa styrkt félagið með því að greiða beint prentkostnað á korti sem SAMGÖNG lét prenta.  Þessu styrkur fór ekki í gegnum sjóð félagsins.  
Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar og reikninga.  Til máls tóku: Jón Guðmundsson, Þorvaldur Jóhannsson, Philip Vogler, Jóhann Hansson, Hrafnkell A. Jónsson, Guðrún Katrín Árnadóttir, Sveinn Jónsson, Sigfús Vilhjálmsson, Jörundur Ragnarsson.  Hjá öllum ræðumönnum kom fram eindreginn stuðningur við markmið samtakanna og sú skoðun að gerð jarðgangna í samræmi við hugmyndir SAMGÖNG væri  brýnasta hagsmunamál Mið-Austurlands samhliða þeirri miklu atvinnuuppbyggingu sem hafin er með byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers við Reyðarfjörð.
Að loknum umræðum var skýrsla stjórnar tekin af dagskrá og reikningar samþykktir samhljóða.

5. Kosning stjórnar.
Tillaga kom fram um að fráfarandi stjórn yrði endurkjörin.  Tillagan var samþykkt einróma.

Í stjórn eru:
Guðrúna Katrín Árnadóttir
Jörundur Ragnarsson
Kristinn V. Jóhannsson
Sigfús Vilhjálmsson
Jónas Hallgrímsson
Sveinn Sigurbjarnarson
Hrafnkell A. Jónsson.

6. Önnur mál.
Philip Vogler lagði til að innheimt yrðu félagsgjöld hjá SAMGÖNG og lagði til 1.000,- kr árgjald.   Fundarstjóri taldi að gera yrði breytingar á lögum félagsins ef taka ætti upp innheimtu félagsgjalda og þar sem lagabreytingar hefðu ekki verið auglýstar í fundarboði væri ekki hægt að afgreiða tillögu Philips.  Nokkrar umræður urðu um tillöguna, til máls tóku Jón Guðmundsson og Jóhann Hansson.  Í máli Jóhanns kom fram sú skoðun að skapa þyrfti félaginu fastar tekjur ef það ætti að geta unnið málefnum sínum framgang. 
Jóhann lagði jafnframt til að leitað yrði til Helga Hallgrímssonar fyrrverandi vegamálastjóra um að vinna að tæknilegri útfærslu á hugmyndum um jarðgöng á Mið-Austurlandi.

Guðrún Katrín  sleit fundi kl. 17:20.

Hrafnkell A. Jónsson fundarritari (sign)  
Kristinn V. Jóhannsson fundarstjóri (sign)

 

 

 

33 Tímarnir breytast og tæknin með

Atburðarásin er hröð og stórviðburðir tíðir á Austurlandi þessa dagana. Vörn er snúið í leiftrandi sókn og í mótun er öflugt samfélag á Mið-Austurlandi á nýjum grunni. Ákafi og bjartsýni eru ríkjandi.
Fáskrúðsfjarðargöngin eru tímanna tákn. Strax ári áður en göngin opnast hefur íbúðaverð á Fáskrúðsfirði tvöfaldast, íbúar eru aftur í hverju húsi, nýbyggingar eru hafnar og sameining er á döfinni gegnum göngin. Tengingin skiptir Suðurfirðinga sköpum og eflir verulega kjarnann um Mið-Austurland. Það ber hreinlega ekki skugga á.

Jarðgangaátak er hafið.
Ég tel að þorri þjóðarinnar geri sér nú nokkra grein fyrir þeirri umbyltingu sem göngin valda á lífsskilyrðum á Suðurfjörðum og að flestir sjái mikilvægi þess að rjúfa einangrun byggða og stækka þjónustusvæði. Ég er því þeirrar skoðunar að kominn sé þjóðarvilji fyrir því að bora jarðgöng viðstöðulaust þar til öll jarðgöng sem gjörbreyta lífskilyrðum heimamanna eru komin. Að Suðurlandi frátöldu eru það sennilega samtals um 120 km, 40 km bæði á Vestfjörðum og Austurlandi og um 20 km fyrir Norðan.
Nú eru boraðir 2,5 km á ári og áformað að halda þeim afköstum við næsta verkefni, Héðinsfjarðargöng, - tvenn göng samtals 10,6 km, sem tengja munu Siglufjörð og Ólafsfjörð um Héðinsfjörð árið 2010. Þá væri hægt að hefja framkvæmdir fyrir Austan, ef Vestfirðingar verða ekki næstir í röðinni. Með þessu áframhaldi mun brýnustu verkefnum í jarðgangagerð verða fullnægt innan 50 ára.
Öllum má ljóst vera að bráðavandi leysist ekki á 50 árum.

Norðurfjarðagöng.
Næsta jarðgangaverkefni á Austurlandi er tvímælalaust jarðgöng frá Seyðisfirði um Mjóafjörð og Norðfjörð til Eskifjarðar, þrenn göng samtals rúmir 19 km. Göngin myndu tengja saman byggðirnar norðan Reiðarfjarðar og skapa þar nýja samskiptaeiningu. Þau myndu tryggja Seyðisfjörð sem ferju- og útflutningshöfn, sameina þá fiskmörkuðum og vinnumörkuðum annarra sjávarþorpa á miðsvæðinu og stytta leiðina inn í miðkjarnann um 50 – 80 km. Mjófirðingar væru í raun að fá sína fyrstu vegtengingu. Mikil gróska er nú í mannlífi í Mjóafirði og þar mun innan 5 ára vera 50 – 70 manna byggð í blóma. Þeir hafa engan vetrarveg upp úr firðinum og óravegur er til byggðanna við næstu firði. Með jarðgöngum til norðurs og suðurs væri Mjóifjörður skyndilega í þjóðbraut. Öll þjónusta væri innan seilingar og gríðarlegt fiskeldi í firðinum fengi tengingu við sláturhúsið og vinnsluaðstöðuna í Neskaupstað og útflutningshöfnina á Seyðisfirði. Með tengingu Norðfjarðar við Eskifjörð þá væri Fjarðabyggð orðin  ein heild og Neskaupstaður, stærsti kjarni sveitarfélagsins og aðsetur sjúkrahúss og framhaldsskóla, væri kominn í öruggt nærsamband við bæði mið- og norðursvæðið. Fjarlægðin frá Neskaupstað til Egilsstaða myndi auk þess styttast um tæpa 30 km. Enginn á öllu Mið-Austurlandi væri ósnortinn og ávinningurinn væri undraverður.
Virk samskipti byggðanna norður af Reyðarfirði hafa aldrei verið raunhæfur möguleiki og heiti á fyrirbærinu er því líklega ekki til. Jarðgöngin munu hins vegar setja hugtakið á hvers manns varir. Þá held ég að talað verði um Norðurfirði alveg eins og talað er um Suðurfirði sunnan Reyðarfjarðar. Ég býst því við að göngin verði nefnd Norðurfjarðagöng.

Ný tækni gjörbreytir forsendum.
Ef heldur sem horfir þá verða Héðinsfjarðargöngin tilbúin árið 2010 og Norðurfjarðagöngin í besta falli 8 árum síðar, árið 2018 – þ.e. eftir 14 ár. Áætlaður kostnaður við Héðinsfjarðargöng er um 6,8 milljarðar kr. Á sömu forsendum yrði kostnaður við Norðurfjarðagöng rúmir 11 milljarðar kr. Þetta eru ekki uppörvandi tölur.
Það er því huggun harmi gegn að hægt er að auka afköst og lækka kostnað við jarðgangagerð verulega með því að heilbora í stað þess að sprengja þau út eins og nú er gert. Að athuguðu máli tel ég öruggt að með beitingu heilbors, –TBM-, megi lækka kostnaðarverð við jarðgangagerð strax um þriðjung og um helming þegar fram í sækir. Eðlilegur verkhraði við heilborun er um 10 kílómetrar á ári eða fjórfaldur miðað við það sem nú er. Þannig væri hægt að ljúka Héðinsfjarðargöngum á rúmu ári og Norðurfjarðagöngunum tveimur til þremur árum síðar. Árið 2010 væri þá komið að ca. 20 km göngum á Vestfjörðum. Það tæki 2 – 3 ár og allur 100 km bráðapakkinn væri líklega búinn árið 2018.
Séu athuganir mínar réttar þá munu Héðinsfjarðargöng kosta um 4,6 milljarða kr. eða 2,2 milljörðum minna en áætlað er. Ef útboð Norðurfjarðaganga væri sameinað útboðinu fyrir norðan má áætla að kostnaður við Norðurfjarðagöng, þrenn göng  samtals rúmir 19 km, verði um 6,2 milljarðar og heildarkostnaður við öll 5 göngin þar með tæpir 11 milljarðar. Það þýðir að einungis þarf að bæta við 4 milljörðum, sem dreyfa má á 3 - 4 ár, til að fjármagna gerð Norðurfjarðaganga í beinu framhaldi af Héðinsfjarðargöngunum þannig að báðum verkum væri lokið árið 2010.
Það var þjóðhagslegt kappsmál árið 2002 að gera Fáskrúðsfjarðargöng. Eru það þá ekki undur að göng fáist frá Seyðisfirði til Eskifjarðar innan 5 ára með því að taka upp nýja tækni og auka framlög til gangagerðar um aðeins einn milljarð á ári í 4 ár. Á nýjum verðum og meiri verkhraða gjörbreytast líka niðurstöður arðsemismódela Vegagerðarinnar. Fjölmörg jarðgöng verða þar með orðin arðvænleg og önnur meira að segja hinn vænlegasti fjárfestingarkostur. Stytting verktíma við Héðinsfjarðargöng um 3 ár myndi t.d. lækka vaxtakostnað á verktíma um ca. 600 milljónir.
Það væri óðs manns æði að láta slíkt tækifæri fram hjá sér fara.
 
Sig G júlí 2004. Höfundur er fyrrv. sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði.
 

 

Samþykktir

-
Samþykktir Samtaka áhugafólks um jarðgöng á Mið-Austurlandi

1.gr.
Félagið heitir Samtök áhugafólks um jarðgöng á Mið-Austurlandi.

2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er að Múlavegi 10, Seyðisfirði.

3. gr
Markmið samtakanna er að gera Mið-Austurland að einu atvinnu- og þjónustusvæði, rjúfa vetrareinangrun og stytta vegalengdir með jarðgöngum milli byggðarlaga á Mið-Austurlandi. Samtökin munu ekki standa í neinum atvinnurekstri né stunda fjárhagslega starfsemi.

4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að auka þekkingu á hagkvæmi jarðgangna milli byggðarlaga.
 
5. gr.
Stofnfélagar eru: Þeir 35 sem að gengu í samtökin á stofnfundi 29. júní 2002 í Mjóafirði(sjá hjál. 3 lista)

6. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 7 félagsmönnum þ.e. formanni og 6
meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs  í senn. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Daglega umsjón félagsins annast formaður
Firmaritun félagsins er í höndum: (merkið í viðeigandi reit)
Stjórnarformanns ___
Meirihluta stjórnar __X_
Allrar stjórnarinnar sameiginlega

7. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs.Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. júli ár hvert. Félagmenn hafa seturétt á aðalfundi auk gesta sem boðið er á fundinn.

8. gr.
Árgjald félagsins er ekkert.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

Mjóafirði 29. júní 2002.

Stjón félagsins kosin á stofnfundi:

32 Hvers vegna borðar fólkið ekki kökur?

Traust samgöngunet er forsenda þess að þjóðir blómgist og dafni.  
Ný tækni í fjarskiptum bætir nýjum streng í þetta hljóðfæri en saman eru góðar samgöngur og  traust boðskipti forsendur framfara.  
Austfirðingar hafa þurft að búa við lakari samgöngur en aðrir landsmenn.   Afleiðingarnar hafa ekki látið standa á sér, þrátt fyrir að öll skilyrði séu fyrir hendi til að á Austurlandi fjölgi fólki þá er því öfugt farið.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.