12a Aðalfundur 27 nóvember, 2004

Laugardaginn 27. nóvember 2004 var haldinn aðalfundur í Samgöng.
Fundurinn var haldinn á Hótel Héraði og hófst kl. 14:10.

Formaður Guðrún Katrín Árnadóttir setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Gengið var til dagskrár.

Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra
2. Kosning ritara
3. Skýrsla stjórnar/formanns
4. Reikningar félagsins
• Afgreiðsla reikninga
5. Kosning stjórnar
6. Önnur mál

1. Kristinn V. Jóhannsson var kosinn fundarstjóri.
2. Hrafnkell A. Jónsson var kosinn ritari.
3. Guðrún Katrín flutti skýrslu stjórnar
4. Kristinn V. Jóhannsson skýrði reikninga félagsins.

3.Skýrsla stjórnar

Þetta er annar aðalfundur SAMGÖNG , sá fyrsti  var haldinn á Hótel Héraði 4. okt. 2003

Frá síðasta aðalfundi hefur stjórnin haldið 5 fundi, en auk þess hefur
verið mikið um samstarf í síma því stjórnarmenn bjuggu dreift og samgöngur ekki eins og best væri á kosið!!
Þingmönnum var skrifað bréf, einnig Háskólum og fyrirtækjum á Mið -
Austurlandi.

Á síðasta stjórnarfundi var samþykkt ályktun, sem send var Þróunarstofu, en í ályktuninni var farið fram á að Þróunarstofa standi fyrir fundi um
samgöngumál á Austurlandi í ljósi þeirrar uppbyggingar sem nú  er
hér fyrir austan.

Eftir síðasta fund og einnig í lok síðasta árs fylltist maður bjartsýni um
að nú væru hjólin farin að snúast. Byggðastofnun hafði samþykkt að fara í úttekt á þeim jarðgangakostum, sem við höfum beint sjónum okkar að í
samvinnu við Vegagerðina og Háskólann á Akureyri.

Í des, 2003 samþykkti samgöngunefnd SSA  ályktun um að láta gera
alhliða úttekt á jarðgangakostum á Austurlandi og var sú ályktum
samþykkt á aðalfundi SSA nú í haust.

Síðan þessi atburðarás fór af stað hefur því miður lítið gerst.
Byggðastofnun heldur að sér höndum og virðist ekki hafa mikinn áhuga á
þessari samþykkt.

Eins og áður segir skrifaði stjórn SAMGÖNG þingmönnum kjördæmisins bréf í  mars þar sem bent var á þann möguleika að bora göng í stað þess að sprengja, í þessu bréfi voru einnig raktar nokkrar forsendur fyrir nauðsyn þessara ganga.

Í bréfi SAMGÖNG til fyrirtækja á  Mið - Austurlandi voru markmið samtakanna kynnt, bent á mikilvægi bættra samganga fyrir fyrirtækin og óskað eftir stuðningi við SAMGÖNG.  Sá stuðningur getur að sjálfsögðu
falist í því að ýta á stjórnvöld að fara strax í umrædda úttekt, sem við
teljum forsendu áframhaldandi vinnu, en einnig  geta þau stutt okkur með
fjárframlögum því þó stjórnarmenn vinni allt sitt starf í sjálfboðavinnu, fellur alltaf til kostnaður við fundahöld, prentun , gerð gagna osfr.

Í bréfinu til háskólanna var sérstaklega verið að benda námsfólki á þessar
hugmyndir sem verkefni í lokaritgerð.


Frá því að samtökin voru stofnuð hafa skipst á skin og skúrir.
 Stundum upplifir maður þetta sem vonlausa baráttu, en samt er eitthvað sem rekur mann áfram. Og ef maður skoðar umræðuna eins og hún er í dag, þá er það skoðun mín að hún væri yfirhöfuð ekki í gangi, ef þessara samtaka nyti ekki við.
Segja má að við höfum ýtt bátnum úr vör, en nú er hann ferðlítill, okkur
vantar fleiri til að róa honum út úr höfninni.

Það þarf meiri kraft og meiri þrýsting á stjórnvöld  en SAMGÖNG ein geta veitt. Við verðum að leggjast á árarnar saman; áhugafólk, fyrirtæki og sveitarstjórnarmenn til að koma  stjórnvöldum í skilning um  að
bættar samgöngur með jarðgangagerð eru stærsta hagsmunamál okkar allra.

Það verk sem hafið er í sambandi við atvinnuuppbyggingu hér á austurlandi, er ekki nema hálfnað verk. Stjórnvöld þurfa að ljúka þessu verki ef byggðir á Mið – Austurlandi eiga að blómstra og það gerist ekki nema með því að tengja þær saman með jarðgöngum.


4. Rekstrarreikningur

Tekjur     105.036.-
Gjöld           84.757.-
Tekjur umfram gjöld 20.279.-
Efnaghagsreikningur
Skuldir                                0.-
Eignir              20.279.-

Umræður urðu um skýrslu og reikninga.  Til máls tóku:  Tryggvi Harðarson, Einar Már Sigurðarson,  Guðmundur Karl Jónsson, Snorri Emilsson,  Guðrún Katrín Árnadóttir, Sigfús Vilhjálmsson og Sveinn Jónsson.
Skýrsla var tekin út af dagskrá. 
Ársreikningur var borinn upp og samþykktur samhljóða.

5. kosning stjórnar
Fundarstjóri lagði fram tillögu að nýrri stjórn.  Tillagan var samþykkt samhljóða. 

Eftirfarandi sitja í stjórninni:
Guðrún Katrín Árnadóttir
Kristinn V. Jóhannsson
Sveinn Sigurbjarnarson
Sigfús Vilhjálmsson
Jörundur Ragnarsson
Jónas Hallgrímsson
Sveinn Jónsson

6. Önnur mál
Undir þessum lið tóku til máls:
Sigurður Gunnarsson, sem ræddi framtíðarsýn á jarðgangagerð.  Hann taldi ljóst að vegna byggðaþróunar yrði að hefjast handa nú þegar annars myndi innan áratugs blasa við fólksfækkun.  Þá vék Sigurður að svari samgönguráðrherra við fyrirspurn sem Hilmar Gunnlaugsson varaþingmaður bar fram á Alþingi um notkun á risabor til jarðgangagerðar.  Sigurður gagnrýndi svar ráðherr og taldi það einkennast af viðteknu þekkingarleysi á heilborun. 
Miklar umræður urðu síðan um framtíðaráform í jarðgangagerð.
Sveinn Jónsson tók til máls og ræddi m.a. þær framkvæmdir, sem verið er aða vinna með jarðborum við Kárahnjúka.  Sveinn benti á að víða væri veriða að vinna með sömu tækni og við Kárahnjúka.  Þar væri rétt að líta til frekar en að láta mistök við Kárahnjúka hræða okkur frá að nýta þessa tækni til vegagerðar.
Einar Már og Tryggvi Harðarson lögðu áherslu á að náð yrði samstöðu um jarðgangagerð.  Þar lægi undir framtíð Austurlands.
Að umræðum loknum kl. 16:50 sleit Guðrún Katrín fundi.
Hrafnkell A. Jónsson
Ritari.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.