Höttur tapaði seinasta leiknum og Þróttur undanúrslitunum
Körfuknattleikslið Hattar tapaði lokaleik sínum í 1. deild karla fyrir Þór Þorlákshöfn. Kvennalið Þróttar í blaki féll úr leik í undanúrslitum.
Körfuknattleikslið Hattar tapaði lokaleik sínum í 1. deild karla fyrir Þór Þorlákshöfn. Kvennalið Þróttar í blaki féll úr leik í undanúrslitum.
Bandaríkjamaðurinn Akeem Clark fór á kostum og skoraði 48 stig þegar Höttur tryggði sér áframhaldandi þátttökurétt í 1. deild karla í körfuknattleik með 98-106 sigri á ÍA á föstudagskvöld. Skagamenn eru á móti fallnir.
Höttur vann Skallagrím en tapaði fyrir Ármanni í suðurferð sinni í 1. deild karla í körfuknattleik um seinustu helgi. Liðið virðist nær öruggt með að halda stöðu sinni í deildinni.
Erna Friðriksdóttir, skíðakona úr Fellabæ, kláraði báðar ferðarnar í svigi kvenna á vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Vancouver í Kanada. Erna er fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra.
Fjarðabyggð tapaði fyrir Þór frá Akureyri í fyrstu umferð Lengjubikarsins um helgina 0-1. Mark Þórsara, sem voru sterkari aðilinn í leiknum, kom skömmu fyrir leikslok. Leikurinn fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni.
Lið Egilsstaðaskóla vann Austurlandsriðil Skólahreysti sem fram fór í íþróttahúsinu á Egilsstöðum í seinustu viku. Liðið náði 59 stigum og tryggði sér þátttökurétt í úrslitunum í Laugardalshöll í lok apríl.
Þróttur Neskaupstað sigraði nafna sinn úr Reykjavík í 1. deild kvenna í blaki á föstudagskvöld, 1-3 en töpuðu fyrir HK á laugardag 3-0.
Karlalið Þróttar Neskaupstað er úr leik í bikarkeppninni í blaki. Seinni forkeppni bikarkeppninnar fór fram á Akureyri um helgina þar sem spilað var um tvö laus sæti í undanúrslitum keppninnar.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.