Að duga eða drepast fyrir Fjarðabyggð

fjolnir_kff_0064_web.jpgKnattspyrnufélag Fjarðabyggðar leikur á morgun sinn seinasta heimaleik í sumar í 1. deild karla. Liðið verður að vinna Leikni Reykjavík til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni.

 

Leiknir er í öðru sæti deildarinnar með 40 stig, tveimur stigum á undan Þór Akureyri. Sætið veitir þátttökurétt í úrvalsdeild að ári.

Fjarðbyggð er á móti í fallsæti, stigi á eftir Gróttu, en Seltjarnarnesingar taka á móti Þrótti Reykjavík.

Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar, var vígreifur fyrir Leiknisleikinn, sem hefst klukkan 14:00 á morgun, þegar Agl.is ræddi við hann í seinustu viku og lofaði sigri.

Lokahóf yngri flokka, Alcoadagurinn, verður klukkan 11:00 á Eskifjarðarvelli á morgun.

Höttur mætir Knattspyrnufélagi Vesturbæjar í Vesturbænum klukkan 14:00 á morgun í 2. deild karla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.