Fjarðabyggð á enn möguleika

fjolnir_kff_0071_web.jpgFjarðabyggð á enn möguleika á að halda sér í 1 deild karla en liðið er ekki í fallsæti fyrir lokaumferðina. Brugðið getur til beggja vona.

 

Fjarðabyggð gerði um helgina 1-1 jafntefli við Leikni Reykjavík á Eskifjarðarvelli. Hilmar Freyr Bjartþórsson skoraði jöfnunarmarkið fimm mínútum fyrir leikslok eftir þunga sókn heimamanna.

Fjarðbyggð og Grótta eru jöfn að stigum fyrir seinastu umferðina en Fjarðabyggð er með betri markatölu. Annað þessara liða fellur.

Fjarðabyggð heimsækir Þór á Akureyri í lokaumferðinni. Þórsarar töpuðu um helgina og þurfa að vinna og treysta á að Leiknir tapi til að geta komist í úrvalsdeildina. Grótta heimsækir Njarðvík sem er fallið.

Höttur tapaði 2-1 fyrir KV í 2. deild karla. Högni Helgason kom Hetti yfir eftir kortérs leik.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.