Þjálfarinn: Það er enginn klisja hversu tilfinningin er ljúf

karfa_hottur_stjarnana_bikar_10fl_0146_web.jpg„Tilfinningin er ljúf. Menn eru alltaf að tala um hvað þetta sé sérstakt og maður heldur að það sé bara klisja en hún er það ekki,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari tíunda flokks Hattar í körfuknattleik, eftir að liðið varð bikarmeistari í sínum flokki í dag eftir 64-61 sigur á A liði Stjörnunnar.

 

Lesa meira

Falldraugurinn kveðinn niður á Egilsstöðum

hottur_laugdaelir_web.jpgÞó að tölfræðilega sé Höttur ekki búinn að tryggja veru sína í 1. deild að ári, þarf mikið að gerast til þess að liðið endi í fallsæti eftir mikilvægan sigur á Laugdælum á Egilsstöðum. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í 7.-8. sæti deildarinnar með 8 stig.

 

Lesa meira

Tvenn gullverðlaun til keppenda frá UÍA

Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára var haldið í Laugardalshöllinni um næstliðna helgi. Keppendur frá UÍA fengu tvenn gullverðlaun og fern silfurverðlaun á mótinu.

Lesa meira

Höttur hampaði bikarnum

Höttur varð í dag fyrst austfiskra liða til að verða bikarmeistari í körfuknattleik þegar 10. flokkur félagsins vann jafnaldra sína úr A liði Stjörnunnar 64-61 á Ásvöllum í Hafnarfirði. Eysteinn Bjarni Ævarsson var valinn mikilvægasti maður leiksins.

 

Lesa meira

Bræðrabardagi í körfunni: Við erum vanir að spila einn á einn

karfa_hottur_thorthorlaks_0051_web.jpgBræðurnir Viðar Örn og Jónas Ástþór Hafsteinssyni voru í sitt hvoru liðinu þegar Höttur tók á móti Þór Þorlákshöfn í 1. deild karla í körfuknattleik nýverið. Jónas fékk það hlutverk að dekka stóra bróður sinn seint í leiknum.

 

Lesa meira

Körfubolti: Höttur tapaði fyrir Þór - Myndir

karfa_hottur_thorthorlaks_0019_web.jpgÞór Þorlákshöfn vann Hött á Egilsstöðum í 1. deild karla í körfuknattleik á fimmtudagskvöld 80-106. Þórsliðið er eitt á toppnum í deildinni og hefur ekki tapað leik í vetur.

 

Lesa meira

Höttur í bikarúrslitum um helgina

karfa_hottur_kr_9fl_0029_web.jpgTíundi flokkur Hattar í körfuknattleik karla leikur gegn A liði Stjörnunnar í bikarúrslitum um helgina. Liðið tryggði sér þar þátttökurétt um seinustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá félaginu kemst þetta langt.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.