Kvennatölt var haldið laugardaginn 5. mars í nýbyggðri reiðhöll
hestamannafélagsins Blæs á Norðfirði, en það er fyrsta mótið sem haldið
er í húsinu. Það voru Blæsfélagarnir Steinar Gunnarsson og Guðbjartur
Hjálmarsson sem áttu veg og vanda að mótinu.
Þriðji flokkur stúlkna frá Hetti varð nýverið Íslandsmeistari í
gólfæfingum og í öðru sæti í heildarstigakeppninni. Þróttur vann nafna
sinn úr Reykjavík í 1. deild kvenna í blaki og Höttur tekur á móti Þór
frá Akureyri í körfuboltanum í kvöld. Tveir leikmenn úr
bikarmeistaraliði félagsins hafa verið valdir í U-16 ára
landsliðshópinn.
Höttur varð í dag fyrst austfiskra liða til að verða bikarmeistari í
körfuknattleik þegar 10. flokkur félagsins vann jafnaldra sína úr A liði
Stjörnunnar 64-61 á Ásvöllum í Hafnarfirði. Eysteinn Bjarni Ævarsson
var valinn mikilvægasti maður leiksins.
Höttur tapaði i gærkvöldi lokaleik sínum i fyrstu deild karla í
körfuknattleik gegn Þór fra Akureyri 98-125 en liðin mættust á
Egilsstöðum. Þjálfari liðsins segir að byggja verði upp breiðari hóp
fyrir næstu leiktíð.
Höttur varð í dag bikarmeistari í 10. flokki drengja í körfuknattleik eftir 64-61 sigur á A liði Stjörnunnar í úrslitaleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Agl.is var á staðnum og fangaði stemmninguna í leiknum og eftir hann.
Tíundi flokkur Hattar í körfuknattleik karla leikur gegn A liði
Stjörnunnar í bikarúrslitum um helgina. Liðið tryggði sér þar
þátttökurétt um seinustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá
félaginu kemst þetta langt.
Helga Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, segist finna fyrir
krafti meðal mótshaldara Unglingalandsmóts sambandsins sem verður á
Fljótsdalshéraði í sumar. Borgarafundur þar sem mótið var kynnt var
haldinn á Egilsstöðum í gærkvöldi.
„Tilfinningin er ljúf. Menn eru alltaf að tala um hvað þetta sé sérstakt
og maður heldur að það sé bara klisja en hún er það ekki,“ sagði Viðar
Örn Hafsteinsson, þjálfari tíunda flokks Hattar í körfuknattleik, eftir
að liðið varð bikarmeistari í sínum flokki í dag eftir 64-61 sigur á A
liði Stjörnunnar.
Þó að tölfræðilega sé Höttur ekki búinn að tryggja veru sína í 1. deild
að ári, þarf mikið að gerast til þess að liðið endi í fallsæti eftir
mikilvægan sigur á Laugdælum á Egilsstöðum. Fyrir leikinn voru liðin
hlið við hlið í 7.-8. sæti deildarinnar með 8 stig.