Höttur Egilsstöðum og Ármann mættust í mikilvægum leik á Egilsstöðum í
gærkvöldi þar sem Hattarmenn kvittuðu fyrir tapið gegn Ármenningum í
fyrri umferðinni. Með sigrinum náði Höttur einnig innbyrðisviðureigninni
á sitt vald og eru núna búnir að bæja sér frá botni 1. deildar um hríð.
Fimleikadeild Hattar fór á fyrsta mót vetrarins í 1. deild
fimleikasambands Íslands um síðustu helgi, þetta var haustmót FSÍ sem
haldið var á Selfossi og voru skráðir til leiks 640 keppendur.
Erna Friðriksdóttir, skíðakona úr Skíðafélaginu Stafdal, var í gær
útnefnd íþróttakona ársins hjá Íþróttafélagi fatlaðra. Hún varð á
árinu fyrsta konan til að keppa á vetrarólympíuleikum fatlaðra fyrir
hönd Íslands.
Þróttur Neskaupstað vann í gærkvöldi Þrótt Reykjavík 1-3 í 1. deild
kvenna í blaki í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Fyrirliði liðsins segir
það hafa verið óþarfa að tapa hrinunni.
Erna Friðriksdóttir, skíðakona úr Skíðafélaginu Stafdal, vann til
tvennra bronsverðlauna á skíðamóti í Colorado í Bandríkjununum nýverið.
Erna er þar við æfingar en hún var fyrir jól útnefnd íþróttakona
ársinshjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Lið Neista hampaði stigabikar UÍA í sundi á bikarmóti sambandsins fram
fram fór á Djúpavogi um seinustu helgi. Níutíu keppendur frá fimm
félögum mættu til leiks á mótið sem ætlað var iðkendum 17 ára og yngri.
Fimm leikmenn frá Þrótti Neskaupstað voru í U-17 ára landsliði
Íslendinga sem tók þátt í Norðurlandamótinu í blaki í seinustu viku.
Lilja Einarsdóttir var valinn mikilvægasti leikmaður liðsins.