BN varði Launaflsbikarinn

BN launafl

Boltafélag Norðfjarðar vann Launaflsbikarinn, bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu, annað árið í röð. Þrjú lið áttu möguleika á sigri fyrir síðustu umferðina sem fram fór í fyrir helgi.

 

Aðeins munaði einu stigi á BN og Ungmennafélagið Borgarfjarðar fyrir lokaumferðina. BN heimsótti þá Þrist sem hafði óvænt áhrif á lokabaráttuna með því að vinna sinn fyrsta leik í fjögur ár þegar það vann UMFB á Borgarfirði í Bræðsluleiknum um helgina.   Þristarmenn virtust enn vera að fagna sigrinum á Borgarfirðinum því eftir sex mínútur voru þeir komnir yfir. Valgeir Valgeirsson kom BN yfir strax á annarri mínútu og Karl Rúnar Róbertsson skoraði aftir á sjöttu mínútunni. Bæði mörkin komu eftir að vörn Þristar mistókst að koma fyrirgjöfum í burtu.   Rósmundur Jóhannsson minnkaði muninn fyrir Þrist eftir stungusendingu á tólftu mínútu. Alexander Freyr Sigurðsson skoraði síðan glæsilegasta mark leiksins skömmu síðar þegar hann tók boltann á lofti við vinstra vítateigshornið og smellti honum í fjærhornið, stöngin – stöngin – inn. Því miður fyrir hann var markið dæmt af vegna rangstöðu. Hann var þó eftir á ferðinni í uppbótartíma og skoraði þriðja mark BN sem stóð með pálmann í höndunum.  

Þristarmenn voru samt ekki hættir og slapp Rósmundur aftur í gegnum vörn BN og minnkaði muninn í 2-3. Eftir það sóttu Þristarmenn nokkuð og fengu fín færi á að skora.   Það var hins vegar markahrókurinn Bjarmi Sæmundsson sem tryggði stjórn Norðfirðinga á leiknum á ný með mark úr vítaspyrnu, eftir að brotið var á honum, á 73. mínútu. Hann innsiglaði síðan 2-5 sigurinn með laglegu skoti upp í vinkilinn tveimur mínútum fyrir leikslok.   Borgfirðingar gerðu það sem þeir gátu með 5-0 sigri á Hrafnkeli/Neista á sínum heimavelli þar sem Jón Bragi Ásgrímsson skoraði tvö mörk en það dugði ekki til. Hrafnkell/Neisti var þriðja liðið sem átti möguleika á bikarnum fyrir síðastu umferðina.   Boltafélagið varði þar með titilinn sem það vann loks í fyrr eftir margra ára baráttu.

Björn Ágúst Olsen Sigurðsson, BN, var valinn besti leikmaðurinn og Bjarmi Sæmundsson markahæstur með sex mörk.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.